Safna fyrir björgunarsveitir

Liðsmenn björgunarsveita víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni að …
Liðsmenn björgunarsveita víðsvegar af landinu tóku þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Facebook-hópurinn Góða systir stendur í febrúar fyrir fjársöfnun fyrir lögreglu, björgunarsveitir og Landhelgisgæslu Íslands vegna þeirrar umfangsmiklu leitar sem leiddi í gær til þess að Birna Brjánsdóttir fannst við Selvogsvita á Reykjanesi.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, forsprakki Góðu systur, tilkynnti söfnunina í hópnum í gærkvöldi.

„Söfnun næsta mánaðar hjá Góðu systir er að verða við ósk Sillu móðir Birnu sem afþakkar allar safnanir, en vill að fólk styðji við bakið á lögreglu, björgunarsveitum og Landhelgisgæslu sem hafa unnið baki brotnu að finna elsku stúlkuna, eina af okkur, meðlim í okkar stóra hóp,“ segir í tilkynningunni.

Góða systir stendur fyrir mánaðarlegum fjársöfnunum fyrir ýmis málefni en hópnum er einnig ætlað að deila jákvæðni og efla samstöðu kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert