Starfsnám verður eflt

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Á myndinni eru (f.v.) Óskar Jósefsson, Þórdís Kolbrún …
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Á myndinni eru (f.v.) Óskar Jósefsson, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Sveinn Aðalsteinsson.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur skrifað undir samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, undir forystu Sveins Aðalsteinssonar, og Stjórnstöð ferðamála, sem Óskar Jósefsson stýrir, um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Stofnun þess er í samræmi við markmið um eflingu starfsnáms í greininni, sem mikil þörf hefur þótt á, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Starfsemi Hæfniseturs snýst um að auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta í kunnáttu starfsmanna. Litið verður til annarra þjóða sem hafa þróað lausnir til að auka gæði, framleiðni og arðsemi á grundvelli hæfni starfsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert