Tvær sýrlenskar fjölskyldur komnar

Flóttafólk frá Sýrlandi mun flytja í Hveragerði.
Flóttafólk frá Sýrlandi mun flytja í Hveragerði. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi eru komnar til landsins, en þær eru hluti af hópi flóttamanna sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að veita hæli hér á landi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Fjölskyldurnar hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon, alls eru þetta fjórtán manns. Von er á þriðju fjölskyldunni 30. janúar.

Fjölskyldurnar verða á búsettar í Hveragerði og í Árborg.

Fyrr í dag skrifuðu Þorsteinn Víglundsson, félags-og jafnréttismálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, undir samning um móttöku fólksins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert