Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir

Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri.
Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Eggert Jóhannesson

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar erlends réttarmeinafræðings á líki Birnu Brjánsdóttur liggja fyrir. Þetta staðfesti Jón HB Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði, í samtali við mbl.is. Ekki er tímabært að tilkynna um niðurstöður rannsóknarinnar að svo stöddu.

Niðurstöður úr rannsókninni verða ekki kynntar að sinni en tilgangur hennar er að ákvarða um banamein Birnu. 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort tveir grænlenskir skipverjar, sem eru í haldi lögreglu, verði ákærðir í málinu en sú ákvörðun tekin hjá héraðssaksóknara. Lögregla vinnur nú að því að byggja málið á rannsóknum sem gerðar hafa verið á þeim sönnunargögnum sem hún hefur undir höndum. 

Eins og fram hefur komið hefur lögregla meðal annars undir höndum lífsýni sem tengir Birnu við rauða Kia Rio bifreið sem talið er að hún hafi verið flutt í á milli staða laugardaginn 14. janúar. Þá eru til myndskeið og fjarskiptagögn sem gefa vísbendingar  um ferðir bílsins þessa örlagaríku nótt og dag þegar Birna hvarf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert