Engin leit á Suðurlandi

Leitarmenn leituðu síðast sönnunargagna á Suðurlandi á sunnudagskvöld að sögn …
Leitarmenn leituðu síðast sönnunargagna á Suðurlandi á sunnudagskvöld að sögn Ásgeirs Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjóns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin leitarverkefni eru í gangi er varðar leit að sönnunargögnum í máli grænlensku skipverjanna sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að eiga aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. 

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að vinna sé í gangi til að meta hafstrauma til þess að reyna að átta sig á því hvernig lík Birnu bar að Selvogi. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar um framgang þeirrar athugunar. 

Hann segir að engin bón hafi borist honum um að leita að frekari gagna í málinu en rannsókninni er stýrt af Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni. Hann útilokaði m.a. ekki á fréttamannafundi að vopni hefði verið beitt.

Á sunnudagskvöldið eftir líkfundinn voru lögreglu- og björgunarsveitarmenn við leit á Suðurlandinu. Meðal annars var leitað gaumgæfilega á Óseyrarbrú austan við Þorlákshöfn. 

Er það tæpum 25 kílómetrum frá þeim stað sem Birna fannst við Selvogsvita. 

Óseyrarbrú
Óseyrarbrú Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert