Forsetinn og „strákurinn úr Borgarnesi“ í boði drottningar

Margrét Þórhildur flytur ræðu í kvöld og horfir hér á ...
Margrét Þórhildur flytur ræðu í kvöld og horfir hér á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, við hátíðarkvöldverðinn. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Margrét Þórhildur Danadrottning bauð forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Elizu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í Amalíuhöll í kvöld í Kaupmannahöfn. Veislan fór fram í höll Kristjáns VII. Fjölmennu fylgdarliði forseta var einnig boðið.

Ásamt drottningu tók Hinrik prins á móti gestum og krónprinshjónin Friðrik og María, sem munu fylgja Guðna og Elizu út um víðan völl á morgun, mættu einnig prúðbúðin. Að auki mætti Jóakim prins og kona hans María, ásamt yngri systur drottningarinnar, Benediktu prinsessu.

Guðni Th. Jóhannesson flytur sína ræðu í kvöld við hátíðarkvöldverðinn ...
Guðni Th. Jóhannesson flytur sína ræðu í kvöld við hátíðarkvöldverðinn í Amalíuborg. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Rasmussen elskar Ísland

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, var einnig boðið ásamt ríkisstjórn Dana og mætti hann í sínum allra fínustu klæðum, en Guðni ræddi við hann fyrr í dag. Rasmussen ræddi við danska fjölmiðla rétt áður en hann gekk upp í borðsalinn og sagði að hann „elskaði Ísland“ eins og hann orðaði það og náttúru landsins auk þess sem hann ítrekaði orð sín um gott samband þjóðanna.

Utanríkisráðherra nýtir ferðina vel

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig með í för í þessari ferð. Mbl.is náði örstuttu tali við hann fyrr í dag en Guðlaugur, sem er nýorðinn utanríkisráðherra, segir þessa fyrstu ferð hans í starfi utanríkisráðherra óneitanlega vera sérstaka.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu sína í kvöld. ...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu sína í kvöld. Lengst til hægri er utanríkisráðherann Guðlaugur Þór Þórðarson. Kona hans, Ágústa Johnson, er hér lengst til vinstri. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta kom nú mjög á óvart. Ég vissi ekki að þetta væri ein af embættisskyldum ráðherra. En það var svolítið sérstakt fyrir strák úr Borgarnesi að mæta í dönsku konungshöllina. Þetta er eitthvað sem maður er ekki vanur, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ sagði Guðlaugur og hló.

Spurður hvaða þýðingu ferð sem þessi hafi bæði fyrir Ísland og hann sem utanríkisráðherra svaraði Guðlaugur:

„Hún hefur augljóslega mikla þýðingu fyrir Ísland því að þetta er mjög góð landkynning. Forsetinn og forsetafrúin koma einstaklega vel fyrir eins og við þekkjum.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hittu Lars Løkke Rasmussen ...
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hittu Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur fyrr í dag og hans konu, Sólrunu Jákupsdóttur Løkke Rasmussen frá Færeyjum. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla

Ferðin nýtist mér á þann hátt að hún gefur tækifæri til þess að ná fundum með ráðherrum og öðrum þeim sem ég vil hitta. Ég mun hitta þrjá danska ráðherra sértaklega á fundum en að auki hef ég einnig hitt forsætisráðherrann og nokkra aðra ráðherra í óformlegu spjalli. Þetta opnar leiðir fyrir alla og auðvitað viðskiptalífið líka. En ég nýti þetta fyrst og fremst til þess að ræða við þá ráðherra sem ég þarf að hitta út af mínu starfi. Þeir fundir fara fram núna á morgun og á fimmtudaginn,“ sagði Guðlaugur Þór.

Á morgun heldur dagskráin áfram þar sem Guðni mun meðal annars fara í Árnasafn, heimsækja höfuðstöðvar danska iðnaðarins auk þess sem hann mun halda fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla en á dagskrá þar eru hringborðsumræður um þjóðernishyggju og hnattvæðingu. Um kvöldið mun forsetinn bjóða Margréti Danadrottningu til standandi hlaðborðs í menningarhúsinu við Norðurbryggju þar sem formlegri dagskrá heimsóknarinnar lýkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

25 ára aldurstakmark í SKAM-partý

13:30 Bíó Paradís heldur SKAM-fullorðinspartý til að fagna fjórðu og síðustu seríu norsku sjónvarpsþáttanna SKAM í kvöld. Til að komast inn í veisluna þarf að hafa skilríki enda er 25 ára lágmarksaldur. „Við viljum bara biðja fólk að veita því skilning að fullorðið fólk er að djamma saman.“ Meira »

Ákærður fyrir manndráp

12:36 Skipstjóri hjólabáts, sem var bakkað á kanadíska konu við Jökulsárlón fyrir tveimur árum með þeim afleiðingum að hún lést, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Meira »

Stóru skemmtiferðarskipi snúið við

12:22 Stóru skemmtiferðarskipi sem koma átti að höfn í Reykjavík í dag var snúið við vegna veðurs. Um er að ræða 115 þúsund tonna skip með 3.096 farþega innanborðs og 1.239 manna áhöfn. Meira »

Umdeild breyting á Íslandsmóti

12:18 Íslendingar verða fyrsta rótgróna golfþjóðin til að halda landsmót á 13 holu golfvelli. Formaður Golfsambandsins segir breytinguna ekki neina umbyltingu en stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur kallar hana vanvirðingu við keppnisfólk. Meira »

Ný götunöfn: Sunnusmári og Sunnutorg

12:16 Sunnusmári og Silfursmári verða nöfn gatna í nýrri byggð, 201 Smári í Kópavogi. Torg við Smáralindina mun nefnast Sunnutorg.  Meira »

Hækka laun embættismanna afturvirkt

11:31 Kjararáð hefur úrskurðað að laun sjö embættismanna og allra sendiherra skulu hækkuð og að launahækkunin skuli leiðrétt afturvirkt. Helgi Ingólfur Jónsson, varaforseti Hæstaréttar, er á meðal þeirra sem fær hækkun en laun hans hækka í tæpar 1,9 milljónir króna. Meira »

Ekki búist við frekari skriðuföllum

09:40 Ekki er búist við frekari skriðuföllum á Austfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eins og mbl.is fjallaði um í morgun féll aurskriða í nótt vegna vatnavaxtanna á Seyðisfirði. Meira »

„Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni“

11:28 „Háskóli Íslands er skóli atvinnulífs framtíðarinnar. Atvinnulíf framtíðarinnar mun einkennast af hátæknistörfum, síaukinni menningarsköpun og það verður sérstök áskorun að tryggja stöðu íslenskrar tungu og menningar á tímum alþjóðavæðingar,“ sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, m.a. við brautskráningu á þriðja þúsund kandídata í Laugardalshöll í dag. Meira »

Jón segir frá mannlífi í Uummannaq-firði

09:40 Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur mun segja frá mannlífi og náttúru í Uummannaq-firði á Grænlandi í opnu húsi hjá Pakkhúsi Hróksins í dag. Um síðustu helgi urðu þar miklar náttúruhamfarir er flóðbylgja gekk á land. Meira »

Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi

09:33 Maður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að bíll hans fór nokkrar veltur við Bláfjallaafleggjara á Suðurlandsvegi í morgun. Maðurinn var einn í bílnum. Meira »

Gylliboð í umslagi

08:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru enn að berast ábendingar um svikatilraunir þar sem reynt er að hafa fé út úr fólki. Oftast eru slík svik reynd í gegnum tölvupóst en dæmin sýna að fleiri leiðir eru nýttar. Meira »

„Vegleg“ auskriða féll á Seyðisfirði

08:52 Aurskriða féll í nótt er Þófalækur á Seyðisfirði hljóp nærri tveimur húsum. Skriðan tók veginn út með firði í sundur. Um miðnættið tókst „miklum snillingum“ að bjarga brúnni yfir Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Wow Cyclothon

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...