Forsetinn og „strákurinn úr Borgarnesi“ í boði drottningar

Margrét Þórhildur flytur ræðu í kvöld og horfir hér á ...
Margrét Þórhildur flytur ræðu í kvöld og horfir hér á Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, við hátíðarkvöldverðinn. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Margrét Þórhildur Danadrottning bauð forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Elizu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í Amalíuhöll í kvöld í Kaupmannahöfn. Veislan fór fram í höll Kristjáns VII. Fjölmennu fylgdarliði forseta var einnig boðið.

Ásamt drottningu tók Hinrik prins á móti gestum og krónprinshjónin Friðrik og María, sem munu fylgja Guðna og Elizu út um víðan völl á morgun, mættu einnig prúðbúðin. Að auki mætti Jóakim prins og kona hans María, ásamt yngri systur drottningarinnar, Benediktu prinsessu.

Guðni Th. Jóhannesson flytur sína ræðu í kvöld við hátíðarkvöldverðinn ...
Guðni Th. Jóhannesson flytur sína ræðu í kvöld við hátíðarkvöldverðinn í Amalíuborg. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Rasmussen elskar Ísland

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, var einnig boðið ásamt ríkisstjórn Dana og mætti hann í sínum allra fínustu klæðum, en Guðni ræddi við hann fyrr í dag. Rasmussen ræddi við danska fjölmiðla rétt áður en hann gekk upp í borðsalinn og sagði að hann „elskaði Ísland“ eins og hann orðaði það og náttúru landsins auk þess sem hann ítrekaði orð sín um gott samband þjóðanna.

Utanríkisráðherra nýtir ferðina vel

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig með í för í þessari ferð. Mbl.is náði örstuttu tali við hann fyrr í dag en Guðlaugur, sem er nýorðinn utanríkisráðherra, segir þessa fyrstu ferð hans í starfi utanríkisráðherra óneitanlega vera sérstaka.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu sína í kvöld. ...
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ræðu sína í kvöld. Lengst til hægri er utanríkisráðherann Guðlaugur Þór Þórðarson. Kona hans, Ágústa Johnson, er hér lengst til vinstri. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta kom nú mjög á óvart. Ég vissi ekki að þetta væri ein af embættisskyldum ráðherra. En það var svolítið sérstakt fyrir strák úr Borgarnesi að mæta í dönsku konungshöllina. Þetta er eitthvað sem maður er ekki vanur, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ sagði Guðlaugur og hló.

Spurður hvaða þýðingu ferð sem þessi hafi bæði fyrir Ísland og hann sem utanríkisráðherra svaraði Guðlaugur:

„Hún hefur augljóslega mikla þýðingu fyrir Ísland því að þetta er mjög góð landkynning. Forsetinn og forsetafrúin koma einstaklega vel fyrir eins og við þekkjum.

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hittu Lars Løkke Rasmussen ...
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid hittu Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur fyrr í dag og hans konu, Sólrunu Jákupsdóttur Løkke Rasmussen frá Færeyjum. Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla

Ferðin nýtist mér á þann hátt að hún gefur tækifæri til þess að ná fundum með ráðherrum og öðrum þeim sem ég vil hitta. Ég mun hitta þrjá danska ráðherra sértaklega á fundum en að auki hef ég einnig hitt forsætisráðherrann og nokkra aðra ráðherra í óformlegu spjalli. Þetta opnar leiðir fyrir alla og auðvitað viðskiptalífið líka. En ég nýti þetta fyrst og fremst til þess að ræða við þá ráðherra sem ég þarf að hitta út af mínu starfi. Þeir fundir fara fram núna á morgun og á fimmtudaginn,“ sagði Guðlaugur Þór.

Á morgun heldur dagskráin áfram þar sem Guðni mun meðal annars fara í Árnasafn, heimsækja höfuðstöðvar danska iðnaðarins auk þess sem hann mun halda fyrirlestur í Kaupmannahafnarháskóla en á dagskrá þar eru hringborðsumræður um þjóðernishyggju og hnattvæðingu. Um kvöldið mun forsetinn bjóða Margréti Danadrottningu til standandi hlaðborðs í menningarhúsinu við Norðurbryggju þar sem formlegri dagskrá heimsóknarinnar lýkur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

Í gær, 23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

Í gær, 22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

Í gær, 21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

Í gær, 21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Í gær, 21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

Í gær, 20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Í gær, 20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

Í gær, 20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

Í gær, 20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

Í gær, 19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

Í gær, 19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

Í gær, 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

Í gær, 17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

Í gær, 17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

Í gær, 17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

Í gær, 17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

Í gær, 17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

Í gær, 17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...