Guðni afhenti veglega bókagjöf

Forseti Íslands er hann afhenti Mette Bock gjöfina.
Forseti Íslands er hann afhenti Mette Bock gjöfina. mbl.is/Golli

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti í dag Dönum 700 eintök af nýrri heildarútgáfu Íslendingasagna í danskri þýðingu. Mette Bock, menningarmálaráðherra Dana, tók við gjöfinni fyrir hönd Dana að Margréti Þórhildi Danadrottningu viðstaddri við athöfn í Konunglega bókasafninu, Svarta demantinum.

Guðrún Nordal opnaði athöfnina.
Guðrún Nordal opnaði athöfnina. mbl.is/Golli

Guðrún Nordal, prófessor við Háskóla Íslands, opnaði athöfnina með ræðu en auk hennar tók Guðni sjálfur ásamt Mette Bock til máls.

Tríó Tómasar R. Einarssonar og Sigríður Thorlacius léku og sungu fyrir viðstadda og leikararnir Jens Albinus og Sofie Gråbal fóru með valda þætti úr Íslendingasögunum við góðar undirtekir gesta.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig viðstaddur athöfnina ásamt opinberri sendinefnd.

Í kvöld býður drottningin svo Guðna og Elizu og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í Amalíuhöll. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert