Hundruð í meðferð vegna lifrarbólgu C

Hátt í fimm hundruð sjúklingar með lifrarbólgu C hafa hafið …
Hátt í fimm hundruð sjúklingar með lifrarbólgu C hafa hafið meðferð með nýju lyfi sem læknar sjúkdóminn í 95 til 98% tilfella. mbl.is/Ómar Óskarsson

Átaki gegn lifrarbólgu C miðar vel og hafa nú tæplega 500 einstaklingar hafið lyfjameðferð eða lokið henni, en talið er að 800 til 1.000 manns hér á landi séu smitaðir.

Þar af er talið að fimmtungur viti ekki af sjúkdómnum. Áætlað er að meðferðarátakið standi í allt að þrjú ár og er markmiðið að útrýma sjúkdómnum og stemma stigu við frekari útbreiðslu.

Lyfjameðferðin, sem hefur vægar aukaverkanir, tekur að jafnaði tólf vikur og virkar í 95 til 98 prósent tilvika en áður tók hún sex til tólf mánuði og hafði í för með sér erfiðar aukaverkanir. Á þessu ári er stefnt að því að víkka leitina og hefja samstarf við alla sem hafa snertiflöt við helsta áhættuhópinn, þá sem neyta vímuefna í æð, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert