Kynntu sér verklag við samninga

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hópur forystumanna verkalýðsfélaga í Starfsgreinasambandi Íslands er nýkominn heim úr ferð til Noregs og Danmerkur, þar sem verkalýðsforingjarnir kynntu sér meðal annars verklag við gerð kjarasamninga.

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, segir að tilgangur ferðarinnar hafi m.a. verið að fræðast um kjarasamningagerð í nágrannalöndum, sem geti gagnast þegar samið er um kaup og kjör hér.

,,Það er ekkert launungarmál að kjarasamningagerð er töluvert agaðri annars staðar á Norðurlöndum,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag, en bendir líka á að ýmislegt megi betur fara þar í samanburði við vinnumarkaðinn hér, ekki síst hversu stórt hlutfall starfsfólks hér á landi er í stétttarfélögum, sem komi sér vel í baráttunni gegn félagslegum undirboðum o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert