Orri Páll tekur sæti á Alþingi

Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður VG.
Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður VG. Ljósmynd/VG

Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tók í dag sæti á þingi í fyrsta sinn í forföllum Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Orri Páll sór drengskapareið að stjórnarskránni og var að því loknu boðinn velkominn til starfa á Alþingi.

Orri er starfandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er með B.Sc.-gráðu í vistfræði og náttúruvernd frá Lífvísindaháskóla Noregs (UMB), búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og stúdent af nýmálabraut Menntaskólans við Hamrahlíð. 

Orri er í sambúð með Jóhannesi Elmari Jóhannessyni Lange.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert