Skilríki Birnu sögð hafa fundist um borð

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan vill ekki staðfesta þær fréttir að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi fundist um borð í togaranum Polar Nanoq við leit sem gerð var í skipinu er það kom til hafnar í síðustu viku. Í frétt RÚV segir að skilríkin hafi fundist í ruslatunnu um borð. Er það haft eftir heimildum fréttastofu.

„Það er ekkert hægt að staðfesta um það,“ sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, spurður hvort þetta væri rétt.

Hann segir að búið sé að ákveða að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa orðið Birnu að bana, verði yfirheyrðir í dag. Þeir eru nú í einangrun á Litla-Hrauni og hafa ekki verið yfirheyrðir frá því á föstudag. 

Í morgun hafa fjölmiðlar, bæði RÚV og DV, sagt frá ...
Í morgun hafa fjölmiðlar, bæði RÚV og DV, sagt frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi fundist um borð í Polar Nanoq. Þetta vill lögreglan ekki staðfesta.

Annar fór á bílnum í fjóra tíma

Samkvæmt frétt mbl.is frá því 19. janúar, komu skipverjarnir tveir í Hafnarfjarðarhöfn á rauða Kia Rio-bílnum sem þeir höfðu til umráða um kl. 6.10 að morgni laugardagsins sem Birna hvarf. Það var um 20 mínútum eftir að síðast voru numin merki frá síma hennar á fjarskiptamastri í Hafnarfirði. Þeir ræddust um stund við á bryggjunni. Í kjölfarið fór annar þeirra um borð í skipið en hinn fór aftur upp í bílinn og ók út af hafnarsvæðinu.

Frétt mbl.is: Ræddust góða stund við á bryggjunni

Lögreglan hefur sagt að bíllinn hafi ekki komið aftur inn á höfnina fyrr en rúmlega fjórum klukkustundum síðar. Verið að reyna að kortleggja nákvæmlega ferðir bílsins á þessum tíma. Það hefur enn ekki tekist.

Lík Birnu fannst við Selvogsvita á Reykjanesi um hádegi á sunnudag. Ekki er talið víst að Birnu hafi verið komið fyrir í sjónum á þeim stað og beinist rannsókn lögreglu nú m.a. að því hvar það gerðist.

Fram hefur komið að lögreglan telji líklegast að hún hafi dáið í bíl mannanna. Hvenær hún telur það hafa gerst hefur ekki verið uppgefið. Mennirnir skiluðu bílnum á bílaleiguna um miðjan dag á laugardag. Polar Nanoq lagði svo úr höfn í Hafnarfirði milli kl. 21 og 22 um kvöldið. 

Þar sem skipverjarnir hafa ekki verið yfirheyrðir í þrjá sólarhringa hafa þeir ekki fengið vitneskju, að minnsta kosti ekki frá lögreglu, um að Birna hafi fundist. Þá kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á sunnudag að þeir vissu að blóð hefði fundist í bílnum, en ekki að staðfest væri að það væri úr Birnu. 

Gefa ekki frekari upplýsingar

Síðdeg­is í gær kom rétt­ar­meina­lækn­ir til lands­ins sem ann­ast slík­ar rann­sókn­ir hér á landi og sagði Grím­ur við mbl.is í morgun að ekki væri rétt að fjalla um þá rann­sókn að svo stöddu, hvorki hvort henni væri lokið né held­ur hvað hefði komið fram.

Lögreglan átti fund í morgun um stöðu málsins. Grímur segir að búið sé að ákveða að gefa ekki frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar „í bili“ eins og hann orðaði það í samtali við mbl.is á tólfta tímanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Halldór gefur ekki kost á sér

18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »

Jeppi út af blautum malarvegi

17:51 Jeppabifreið valt við Þórisvatn á Héraði á fjórða tímanum í dag en sjö voru um borð í honum, fimm fullorðnir og tvö börn.  Meira »

Reykjavík í 37. sæti

17:34 Reykjavík er í 37. sæti yfir lífvænlegustu borgir heims ef marka má úttekt tímaritsins Economist. Hefur borgin stokkið upp um 15 sæti frá því árið 2015 er borgin sat í 52. sæti. Meira »

Allt að 97% verðhækkun

17:32 Verð á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla hefur hækkað milli ára þar sem mest hækkun var heil 97%. Penninn-Eymundsson, Mál og Menning og A4 hafa hækkað verð á flestum nýjum námsbókum sem voru í könnunum ASÍ í fyrra á meðan allar verð Bókabúðarinnar Iðnú hafa lækkað. Meira »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...