Skilríki Birnu sögð hafa fundist um borð

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan vill ekki staðfesta þær fréttir að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi fundist um borð í togaranum Polar Nanoq við leit sem gerð var í skipinu er það kom til hafnar í síðustu viku. Í frétt RÚV segir að skilríkin hafi fundist í ruslatunnu um borð. Er það haft eftir heimildum fréttastofu.

„Það er ekkert hægt að staðfesta um það,“ sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, spurður hvort þetta væri rétt.

Hann segir að búið sé að ákveða að mennirnir tveir, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa orðið Birnu að bana, verði yfirheyrðir í dag. Þeir eru nú í einangrun á Litla-Hrauni og hafa ekki verið yfirheyrðir frá því á föstudag. 

Í morgun hafa fjölmiðlar, bæði RÚV og DV, sagt frá ...
Í morgun hafa fjölmiðlar, bæði RÚV og DV, sagt frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi fundist um borð í Polar Nanoq. Þetta vill lögreglan ekki staðfesta.

Annar fór á bílnum í fjóra tíma

Samkvæmt frétt mbl.is frá því 19. janúar, komu skipverjarnir tveir í Hafnarfjarðarhöfn á rauða Kia Rio-bílnum sem þeir höfðu til umráða um kl. 6.10 að morgni laugardagsins sem Birna hvarf. Það var um 20 mínútum eftir að síðast voru numin merki frá síma hennar á fjarskiptamastri í Hafnarfirði. Þeir ræddust um stund við á bryggjunni. Í kjölfarið fór annar þeirra um borð í skipið en hinn fór aftur upp í bílinn og ók út af hafnarsvæðinu.

Frétt mbl.is: Ræddust góða stund við á bryggjunni

Lögreglan hefur sagt að bíllinn hafi ekki komið aftur inn á höfnina fyrr en rúmlega fjórum klukkustundum síðar. Verið að reyna að kortleggja nákvæmlega ferðir bílsins á þessum tíma. Það hefur enn ekki tekist.

Lík Birnu fannst við Selvogsvita á Reykjanesi um hádegi á sunnudag. Ekki er talið víst að Birnu hafi verið komið fyrir í sjónum á þeim stað og beinist rannsókn lögreglu nú m.a. að því hvar það gerðist.

Fram hefur komið að lögreglan telji líklegast að hún hafi dáið í bíl mannanna. Hvenær hún telur það hafa gerst hefur ekki verið uppgefið. Mennirnir skiluðu bílnum á bílaleiguna um miðjan dag á laugardag. Polar Nanoq lagði svo úr höfn í Hafnarfirði milli kl. 21 og 22 um kvöldið. 

Þar sem skipverjarnir hafa ekki verið yfirheyrðir í þrjá sólarhringa hafa þeir ekki fengið vitneskju, að minnsta kosti ekki frá lögreglu, um að Birna hafi fundist. Þá kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á sunnudag að þeir vissu að blóð hefði fundist í bílnum, en ekki að staðfest væri að það væri úr Birnu. 

Gefa ekki frekari upplýsingar

Síðdeg­is í gær kom rétt­ar­meina­lækn­ir til lands­ins sem ann­ast slík­ar rann­sókn­ir hér á landi og sagði Grím­ur við mbl.is í morgun að ekki væri rétt að fjalla um þá rann­sókn að svo stöddu, hvorki hvort henni væri lokið né held­ur hvað hefði komið fram.

Lögreglan átti fund í morgun um stöðu málsins. Grímur segir að búið sé að ákveða að gefa ekki frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar „í bili“ eins og hann orðaði það í samtali við mbl.is á tólfta tímanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Andlát: Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dekk til sölu
2. stk Heilsársdekk 195-65-15 2.stk Nagladekk 175-65-14 Upplýsingar í síma:...
Hillusamstæða
Hillusamstæða 28 ára gömul hillusamstæða til sölu, var keypti í Heimilisprýði á...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...