„Við sækjumst eftir framförum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ný ríkisstjórn mun hafa jafnvægi og framsýni að leiðarstefi á kjörtímabilinu. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Við sækjumst eftir framförum en um leið viljum við að það færi okkur jafnvægi,“ sagði Bjarni.

Sagði hann rétt að ný ríkisstjórn taki við búi við góðar ytri aðstæður sem hún fær í arf og því sé krafa um að þjóðarskútunni sé stýrt með skynsömum hætti en stjórnarsáttmálinn fjalli einna helst um innviðauppbyggingu og stöðugleika. Sagði Bjarni að jafnvægi í þjófélaginu snúist ekki eingöngu um ytri gæði en margar vísbendingar sé að finna sem bendi til þess að Ísland geti gert betur til að landsmönnum líði vel. 

Heilbrigðismál í forgang

„Áskoranir í heilbrigðisþjónustunni eru margar, við leysum þær ekki allar með auknu fjármagni sem er af skornum skammti,“ sagði Bjarni en heilbrigðismál verði sett í forgang. „Við erum betur í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við þennan vanda,“ bætti Bjarni við.

Ræddi hann meðal annars andlega heilsu landsmanna og þunglyndi, einkum meðal ungs fólks, sem sé heilbrigðisvandamál sem bregðast þurfi við. „Þetta er nýr veruleiki,“ sagði Bjarni og vakti í því samhengi máls á því að það væri ekki góð þróun að ungmenni óttuðust að fá ekki nægilega góð viðbrögð við því sem þau deildu á samfélagsmiðlum og það bitni á andlegri líðan þeirra. „Of margir upplifa vanlíðan, kvíði og þunglyndi þjakar marga og því miður ekki síst unga fólkið okkar,“ sagði Bjarni. 

Ræddi Bjarni um brostin hughrif um samfélagssáttmála um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, en aukin útgjöld til heilbrigðismála hafi ekki læknað þessi hughrif. Þá segir hann mikilvægt að heilbrigðisstefna hafi forvarnir að leiðarljósi, einkum hvað varðar lífstílstengda sjúkdóma.

Þá talaði Bjarni um að ríkisstjórnin ætli að auðvelda innflytjendum að vera fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi og vinna að því að einstaklingar með fötlun geti sjálfir stýrt þeirri þjónustu sem þeir fá. Kom fram í ræðu forsætisráðherra að ríkisstjórnin hyggist koma í gagnið svokölluðu starfsgetumati í því skyni að hjálpa þeim sem hafi skerta starfsgetu að taka þátt á vinnumarkaði.

Áfram mikilvægt að greiða niður skuldir

„Ríkisstjórnin stýrir ekki hamingju einstaklinga en aðgerðir ríkisstjórnar hafa vissulega áhrif á siglingu þjóðarskútunnar,“ sagði Bjarni. Áfram sé mikilvægt að greiða niður skuldir ríkissjóðs, vaxtagjöld séu enn of há og það sé velferðarmál að greiða áfram niður skuldir.

„Jafnvægi snýst um efnahagsmál. Það er mikil áskorun að taka við góðu búi í efnahagsmálum,“ sagði Bjarni. Hér hafi ríkt hagvöxtur í nokkur ár en sagan kenni okkur að harðna kunni aftur í ári. Ræddi hann þannig stofnun stöðugleikasjóðs og að jákvætt væri að nú, ólíkt því sem áður var, standi stoðir undir útflutningi sterkari og ekki lengur séu „öll eggin í sömu körfunni“.  

Sagði Bjarni að tvöfalda þurfi verðmæti útflutnings á næstu 15 árum en varasamt sé að treysta á að það takist eingöngu með því að auka magn útfluttrar vöru. Nær sé að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun og byggja á hugviti til að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi.

Minntist hann þess að fjárlög hafi verið samþykkt í góðri sátt í desember en þar sé kveðið á um rúmlega 50 milljarða króna útgjaldaaukningu frá árinu 2016, eða um 8% af ríkisútgjöldum. „Þessi hækkun er fyrst og fremst til velferðarmála og er fordæmalaus,“ sagði Bjarni.

Vottar fjölskyldu Birnu samúð sína

Þá sagði Bjarni menntun vera lykilinn að framtíðinni en ríkisstjórnin muni leitast við að efla öll stig skóla- og menntakerfisins og styðja við rannsóknir og þróun. Vakti hann einnig máls á því að loftslagsmál og hlýnun jarðar væri ein sú stærsta ógn sem stafi að jarðarbúum og ræddi í því samhengi fullgildingu Parísarsamkomulagsins. 

„Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur,“ sagði Bjarni, um leið og hann vottaði fjölskyldu Birnu samúð sína. „Það hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt. Ég votta Birnu og aðstandendum hennar innilega samúð mína,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði handleggsbrotnað barn sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »

Komið í lag fyrir miðnætti

Í gær, 21:35 Fjarskiptatruflanir á Vestfjörðum eru að mestu leyti komnar í lag, þar sem flétta 1 er komin í loftið, sem nær til 99,9% landsmanna. Vonast er til að öllum fjarskiptaörðuleikum á svæðinu ljúki fyrir miðnætti. Meira »

Breytt útlit Landssímareitsins

Í gær, 21:30 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur samþykkt að auglýsa umsókn THG arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Landssímareits við Austurvöll í Reykjavík. Talsverðar breytingar eru á útlitshönnun húsanna frá fyrri stigum eins og hér er sýnt á meðfylgjandi myndum. Meira »

Nýr viti mun rísa við Sæbraut

Í gær, 21:10 Um tíu ár eru síðan innsiglingarvitinn í turni Sjómannaskólans við Háteigsveg hvarf nánast úr augsýn sjómanna, eftir að ýmsar turnbyggingar voru reistar við Höfðatorg. Nú horfir til breytinga, en í bígerð er nýr viti sem staðsettur verður á landfyllingu við Sæbraut. Meira »

Stefnir á topp K2 á fimmtudag

Í gær, 20:54 John Snorri Sigurjónsson sem reynir fyrstur Íslendinga að komast á topp fjallsins K2 segir að hópur sinn áformi að vera þar á fimmtudag. Meira »

Fólk sækir í nábrækurnar

Í gær, 20:10 „Það sem dregur fólk aðallega að safninu er sagan. Það vinsælasta hér eru nábrækurnar,“ segir Sigurður Atlason, eigandi Galdrasafnsins á Hólmavík, en safnið varð á dögunum 17 ára og er fyrir löngu orðinn fastur punktur í tilveru Hólmvíkinga sem helsti ferðamannastaður bæjarins. Meira »

Íhuga einstefnu á hluta Þingvallavegar

Í gær, 20:20 Það er til skoðunar að gera hluta Þingvallavegar að einstefnuvegi. Rúta með 43 farþega valt á veginum í síðustu viku þar sem ástand vegarins er verst. Meiri háttar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á veginum og standa vonir til að þær geti hafist í nóvember. Meira »

Skálholt ekki í eigu ríkisins

Í gær, 19:15 Skálholtskirkja er ekki í eigu ríkisins, þetta segir vígslubiskup Skálholts, sem kveður kirkjuna ekki hafa verið í eigu ríkisins í 50 ár. Í ræðu sinni á Skálholtshátíðinni lét dóms­málaráðherra þau orð falla að sinni ríkið ekki viðhaldi á fá­gæt­um menn­ing­ar­eign­um í eigu þess, eigi ríkið að koma þeim annað. Meira »

Of þungar rútur aka um Þingvelli

Í gær, 18:55 Of þungar rútur aka Gjábakkaveg í þjóðgarðinum á Þingvöllum en Vegagerðin takmarkar öxulþyngd á veginum við 8 tonn. Rútur fá hins vegar að keyra þar á undanþágu. Gert verður við veginn á næstunni en ástand hans er mjög slæmt. Ljóst er að fjölmargar rútur sem eru um 20 tonn fara um veginn. Meira »

Grasnytjar í hallæri og harðindum

Í gær, 18:44 Hvað ef hér yrði ekki bara hrun heldur líka hallæri og harðindi, landið einangrað frá umheiminum og okkur væru allar utanaðkomandi bjargir bannaðar? Trúlega færu allir sem vettlingi gætu valdið að stunda sjálfsþurftarbúskap, sem m.a. fælist væntanlega í að leita sér ætis út um allar koppagrundir. Meira »

Kveikti ekki í bílnum með ákveðinn tilgang í huga

Í gær, 18:35 Maðurinn sem grunaður er um að hafa kveikt í bifreið hjá Vogi við Stórhöfða á föstudaginn er enn í gæsluvarðhaldi og er málið enn í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Staðið til síðan ríkið eignaðist jörðina

Í gær, 18:20 Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns. Lónið mun því frá og með undirrituninni á morgun verða hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Meira »

Öll sveitarfélögin sýna vináttu í verki

Í gær, 17:24 Yfir 40 milljónir króna hafa safnast í Landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar, Kalak og Hróksins, Vinátta í verki, vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi. Þá hafa öll sveitarfélögin 74 lagt söfnuninni lið. Meira »

Skólpmengun hefur ekki áhrif á Kópavog

Í gær, 16:55 Svo virðist sem skólpmengunin við Faxaskjól hafi ekki áhrif á svæði innan Kópavogs. Mælingar voru gerðar í síðustu viku og verða þær endurteknar á fyrrihluta ágústmánaðar. Meira »

Robert Downey ekki með virk réttindi

Í gær, 17:52 Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, hefur ekki óskað eftir því að lögmannsréttindi sín verði endurvirkjuð, og er því ekki á skrá Lögmannafélags Íslands yfir lögmenn hér á landi. Meira »

Hundrað tonnum landað í brakandi blíðu

Í gær, 17:12 Ljósafellið hefur nú nýlokið við að landa um 100 tonnum af fiski á Fáskrúðsfirði. Uppistaðan í aflanum er þorskur sem fer til vinnslu í frystihús Loðnuvinnslunnar og ufsi sem fer á fiskmarkað. Meira »

Myndaði kvenkyns gesti laugarinnar

Í gær, 16:32 Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af kvenkyns gestum laugarinnar. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, en lögregla hefur lagt hald á tölvur og annan tækjabúnað vegna rannsóknarinnar. Meira »
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...