„Við sækjumst eftir framförum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ný ríkisstjórn mun hafa jafnvægi og framsýni að leiðarstefi á kjörtímabilinu. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Við sækjumst eftir framförum en um leið viljum við að það færi okkur jafnvægi,“ sagði Bjarni.

Sagði hann rétt að ný ríkisstjórn taki við búi við góðar ytri aðstæður sem hún fær í arf og því sé krafa um að þjóðarskútunni sé stýrt með skynsömum hætti en stjórnarsáttmálinn fjalli einna helst um innviðauppbyggingu og stöðugleika. Sagði Bjarni að jafnvægi í þjófélaginu snúist ekki eingöngu um ytri gæði en margar vísbendingar sé að finna sem bendi til þess að Ísland geti gert betur til að landsmönnum líði vel. 

Heilbrigðismál í forgang

„Áskoranir í heilbrigðisþjónustunni eru margar, við leysum þær ekki allar með auknu fjármagni sem er af skornum skammti,“ sagði Bjarni en heilbrigðismál verði sett í forgang. „Við erum betur í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við þennan vanda,“ bætti Bjarni við.

Ræddi hann meðal annars andlega heilsu landsmanna og þunglyndi, einkum meðal ungs fólks, sem sé heilbrigðisvandamál sem bregðast þurfi við. „Þetta er nýr veruleiki,“ sagði Bjarni og vakti í því samhengi máls á því að það væri ekki góð þróun að ungmenni óttuðust að fá ekki nægilega góð viðbrögð við því sem þau deildu á samfélagsmiðlum og það bitni á andlegri líðan þeirra. „Of margir upplifa vanlíðan, kvíði og þunglyndi þjakar marga og því miður ekki síst unga fólkið okkar,“ sagði Bjarni. 

Ræddi Bjarni um brostin hughrif um samfélagssáttmála um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, en aukin útgjöld til heilbrigðismála hafi ekki læknað þessi hughrif. Þá segir hann mikilvægt að heilbrigðisstefna hafi forvarnir að leiðarljósi, einkum hvað varðar lífstílstengda sjúkdóma.

Þá talaði Bjarni um að ríkisstjórnin ætli að auðvelda innflytjendum að vera fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi og vinna að því að einstaklingar með fötlun geti sjálfir stýrt þeirri þjónustu sem þeir fá. Kom fram í ræðu forsætisráðherra að ríkisstjórnin hyggist koma í gagnið svokölluðu starfsgetumati í því skyni að hjálpa þeim sem hafi skerta starfsgetu að taka þátt á vinnumarkaði.

Áfram mikilvægt að greiða niður skuldir

„Ríkisstjórnin stýrir ekki hamingju einstaklinga en aðgerðir ríkisstjórnar hafa vissulega áhrif á siglingu þjóðarskútunnar,“ sagði Bjarni. Áfram sé mikilvægt að greiða niður skuldir ríkissjóðs, vaxtagjöld séu enn of há og það sé velferðarmál að greiða áfram niður skuldir.

„Jafnvægi snýst um efnahagsmál. Það er mikil áskorun að taka við góðu búi í efnahagsmálum,“ sagði Bjarni. Hér hafi ríkt hagvöxtur í nokkur ár en sagan kenni okkur að harðna kunni aftur í ári. Ræddi hann þannig stofnun stöðugleikasjóðs og að jákvætt væri að nú, ólíkt því sem áður var, standi stoðir undir útflutningi sterkari og ekki lengur séu „öll eggin í sömu körfunni“.  

Sagði Bjarni að tvöfalda þurfi verðmæti útflutnings á næstu 15 árum en varasamt sé að treysta á að það takist eingöngu með því að auka magn útfluttrar vöru. Nær sé að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun og byggja á hugviti til að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi.

Minntist hann þess að fjárlög hafi verið samþykkt í góðri sátt í desember en þar sé kveðið á um rúmlega 50 milljarða króna útgjaldaaukningu frá árinu 2016, eða um 8% af ríkisútgjöldum. „Þessi hækkun er fyrst og fremst til velferðarmála og er fordæmalaus,“ sagði Bjarni.

Vottar fjölskyldu Birnu samúð sína

Þá sagði Bjarni menntun vera lykilinn að framtíðinni en ríkisstjórnin muni leitast við að efla öll stig skóla- og menntakerfisins og styðja við rannsóknir og þróun. Vakti hann einnig máls á því að loftslagsmál og hlýnun jarðar væri ein sú stærsta ógn sem stafi að jarðarbúum og ræddi í því samhengi fullgildingu Parísarsamkomulagsins. 

„Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur,“ sagði Bjarni, um leið og hann vottaði fjölskyldu Birnu samúð sína. „Það hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt. Ég votta Birnu og aðstandendum hennar innilega samúð mína,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
Faglærður húsasmiður .
Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hef langa og fjölbreytt...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...