„Við sækjumst eftir framförum“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ný ríkisstjórn mun hafa jafnvægi og framsýni að leiðarstefi á kjörtímabilinu. Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld. „Við sækjumst eftir framförum en um leið viljum við að það færi okkur jafnvægi,“ sagði Bjarni.

Sagði hann rétt að ný ríkisstjórn taki við búi við góðar ytri aðstæður sem hún fær í arf og því sé krafa um að þjóðarskútunni sé stýrt með skynsömum hætti en stjórnarsáttmálinn fjalli einna helst um innviðauppbyggingu og stöðugleika. Sagði Bjarni að jafnvægi í þjófélaginu snúist ekki eingöngu um ytri gæði en margar vísbendingar sé að finna sem bendi til þess að Ísland geti gert betur til að landsmönnum líði vel. 

Heilbrigðismál í forgang

„Áskoranir í heilbrigðisþjónustunni eru margar, við leysum þær ekki allar með auknu fjármagni sem er af skornum skammti,“ sagði Bjarni en heilbrigðismál verði sett í forgang. „Við erum betur í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við þennan vanda,“ bætti Bjarni við.

Ræddi hann meðal annars andlega heilsu landsmanna og þunglyndi, einkum meðal ungs fólks, sem sé heilbrigðisvandamál sem bregðast þurfi við. „Þetta er nýr veruleiki,“ sagði Bjarni og vakti í því samhengi máls á því að það væri ekki góð þróun að ungmenni óttuðust að fá ekki nægilega góð viðbrögð við því sem þau deildu á samfélagsmiðlum og það bitni á andlegri líðan þeirra. „Of margir upplifa vanlíðan, kvíði og þunglyndi þjakar marga og því miður ekki síst unga fólkið okkar,“ sagði Bjarni. 

Ræddi Bjarni um brostin hughrif um samfélagssáttmála um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, en aukin útgjöld til heilbrigðismála hafi ekki læknað þessi hughrif. Þá segir hann mikilvægt að heilbrigðisstefna hafi forvarnir að leiðarljósi, einkum hvað varðar lífstílstengda sjúkdóma.

Þá talaði Bjarni um að ríkisstjórnin ætli að auðvelda innflytjendum að vera fullgildir þátttakendur í íslensku samfélagi og vinna að því að einstaklingar með fötlun geti sjálfir stýrt þeirri þjónustu sem þeir fá. Kom fram í ræðu forsætisráðherra að ríkisstjórnin hyggist koma í gagnið svokölluðu starfsgetumati í því skyni að hjálpa þeim sem hafi skerta starfsgetu að taka þátt á vinnumarkaði.

Áfram mikilvægt að greiða niður skuldir

„Ríkisstjórnin stýrir ekki hamingju einstaklinga en aðgerðir ríkisstjórnar hafa vissulega áhrif á siglingu þjóðarskútunnar,“ sagði Bjarni. Áfram sé mikilvægt að greiða niður skuldir ríkissjóðs, vaxtagjöld séu enn of há og það sé velferðarmál að greiða áfram niður skuldir.

„Jafnvægi snýst um efnahagsmál. Það er mikil áskorun að taka við góðu búi í efnahagsmálum,“ sagði Bjarni. Hér hafi ríkt hagvöxtur í nokkur ár en sagan kenni okkur að harðna kunni aftur í ári. Ræddi hann þannig stofnun stöðugleikasjóðs og að jákvætt væri að nú, ólíkt því sem áður var, standi stoðir undir útflutningi sterkari og ekki lengur séu „öll eggin í sömu körfunni“.  

Sagði Bjarni að tvöfalda þurfi verðmæti útflutnings á næstu 15 árum en varasamt sé að treysta á að það takist eingöngu með því að auka magn útfluttrar vöru. Nær sé að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun og byggja á hugviti til að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi.

Minntist hann þess að fjárlög hafi verið samþykkt í góðri sátt í desember en þar sé kveðið á um rúmlega 50 milljarða króna útgjaldaaukningu frá árinu 2016, eða um 8% af ríkisútgjöldum. „Þessi hækkun er fyrst og fremst til velferðarmála og er fordæmalaus,“ sagði Bjarni.

Vottar fjölskyldu Birnu samúð sína

Þá sagði Bjarni menntun vera lykilinn að framtíðinni en ríkisstjórnin muni leitast við að efla öll stig skóla- og menntakerfisins og styðja við rannsóknir og þróun. Vakti hann einnig máls á því að loftslagsmál og hlýnun jarðar væri ein sú stærsta ógn sem stafi að jarðarbúum og ræddi í því samhengi fullgildingu Parísarsamkomulagsins. 

„Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur,“ sagði Bjarni, um leið og hann vottaði fjölskyldu Birnu samúð sína. „Það hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt. Ég votta Birnu og aðstandendum hennar innilega samúð mína,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Maríuerlur eftir Miðdal til sölu
Til sölu stytta eftir Guðmund frá Miðdal, Maríuerlur. Einnig til Músarrindill Up...
Vasaljós Ennisljós Luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...