Leggur til tvo nýja fríverslunarsamninga

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun á komandi dögum leggja fram þingsályktunartillögu um tvo nýja fríverslunarsamninga við erlend ríki.

Um er að ræða Filippseyjar annars vegar og Georgíu hins vegar.

Spurður hvort samningarnir séu líklegir til áhrifa hér á landi segir Guðlaugur að sumt það sem virðist fjarlægt núna, geti breyst í tækifæri seinna.

„Það er náttúrulega hagur Íslands að hafa eins marga fríverslunarsamninga og mögulegt er. Því fleiri fríverslunarsamningar, þeim mun meira aðlaðandi kostur er Ísland fyrir íslenskt atvinnulíf og almenning,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu.
Frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu. AFP

Velmegun okkar byggist á fríverslun

„Svo er annað, að ef við ætlum að hjálpa þeim löndum til sjálfshjálpar sem eru fátækari en við, en það eru flest ríki heimsins, þá gerum við það ekki öðruvísi en með því að gefa þeim aðgang að okkar eigin mörkuðum.

Við höfum tilhneigingu til að gleyma því að velmegun okkar byggist að stórum hluta, jafnvel stærstum, á fríverslun við önnur ríki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert