Forsetinn tekur á móti flóttafólkinu

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimm sýrlenskar fjölskyldur úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi koma til landsins síðdegis í dag. Þetta eru 22 einstaklingar, níu fullorðnir og 13 börn. Fjölskyldurnar munu setjast að í Reykjavík og á Akureyri.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, félags- og jafnréttismálaráðherra Þorsteinn Víglundsson, borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og fulltrúar Rauða krossins á Íslandi taka á móti fjölskyldunum við komuna til landsins á Bessastöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert