Um 50 hafa sótt um hæli á árinu

Landfræðileg samsetning hælisleitenda hefur breyst það sem af er ári.
Landfræðileg samsetning hælisleitenda hefur breyst það sem af er ári. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta hefur breyst nokkuð að undanförnu, en það sem af er ári hafa um 50 einstaklingar sótt um hæli hér á landi og af þeim er tiltölulega lítill hluti sem kemur frá vestari Balkanríkjum.“

Þetta segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í Morgunblaðinu í dag, en af þeim 1.132 manns sem sóttu um hæli hér á landi í fyrra voru langflestir þeirra, eða rúmlega 60%, frá Albaníu og Makedóníu, sem bæði eru skilgreind sem örugg ríki.

Alls yfirgáfu 432 hælisleitendur landið á síðasta ári og sá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra um flutninginn í 313 tilfellum og Útlendingastofnun sá um flutning á 84 einstaklingum. Þá ákváðu 35 hælisleitendur til viðbótar að yfirgefa landið sjálfviljugir með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM), að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu  í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert