Ömurleg leið til að reyna að sanna sig

Ali Amoushahi.
Ali Amoushahi. mbl.is/Jóhann

„Þetta er ákaf­lega sær­andi – ég upp­lifi það bæði per­sónu­lega en einnig fyr­ir þjóðina í heild,“ seg­ir Ali Amous­hahi arkí­tekt, en hann hef­ur búið á Íslandi í um 20 ár og er kvænt­ur ís­lenskri konu. Hann er með tvö­falt rík­is­fang, breskt og ír­anskt, og veit ekki al­veg hvaða áhrif um­deild til­skip­un Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta gæti haft á hann og mögu­leg ferðalög hans vest­ur um haf.

Eins og komið hef­ur fram und­ir­ritaði Trump til­skip­un á föstu­dag en sam­kvæmt henni munu Banda­rík­in ekki taka á móti flótta­fólki næstu 120 daga. Þá munu rík­is­borg­ar­ar frá sjö ríkj­um, þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta, ekki fá banda­ríska vega­bréfs­árit­un næstu þrjá mánuði. Um er að ræða Sýr­land, Súd­an, Sómal­íu, Líb­ýu, Íran, Írak og Jemen. Ali þekk­ir eng­an per­sónu­lega sem hef­ur orðið fyr­ir áhrif­um vegna til­skip­un­ar­inn­ar en hann fylg­ist vel með þróun mála.

Fjöldi Írana hefur búið lengi í Bandaríkjunum

„Fjöl­marg­ir Íran­ar búa í Banda­ríkj­un­um en síðan bylt­ing­in var í Íran, fyr­ir þrem­ur og hálf­um ára­tug, hef­ur fjöldi Írana flutt þangað. Til að mynda eru Íran­ar næst­stærsti hóp­ur inn­flytj­enda í Los Ang­eles. Sum­ir samland­ar mín­ir hafa búið vest­an­hafs í 30 ár og nýj­ar kyn­slóðir fólks hafa fæðst í Banda­ríkj­un­um. Ég er ekki með það á hreinu hversu mikið þessi til­skip­un mun hafa áhrif á það fólk,“ seg­ir Ali í sam­tali við mbl.is.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Sárir og móðgaðir

Ali þurfti í fyrsta sinn að fá sér­staka vega­bréfs­árit­un þegar hann fór til New York í fyrra, þrátt fyr­ir að vera með tvö­falt rík­is­fang. „Þrátt fyr­ir að hún sé gild í 10 ár vil ég ekki taka áhætt­una af því að fara þangað núna og verða jafn­vel vísað frá borði. Ég hef held­ur enga löng­un til að fara þangað eins og staðan er í dag,“ seg­ir Ali en ís­lensk­um manni var í gær meinað að fljúga til Banda­ríkj­anna vegna til­skip­un­ar­inn­ar. Mei­sam Rafiei er ís­lensk­ur rík­is­borg­ari en hann fædd­ist í Íran og er einnig með rík­is­borg­ara­rétt þar í landi. Hann var á leið á US Open-mótið í taekwondo ásamt öðrum ís­lensk­um kepp­end­um þegar hon­um var vísað frá borði. Ali hef­ur einnig heyrt af sam­lönd­um sín­um sem eru sár­ir vegna til­skip­un­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Fluttur frá borði á síðustu stundu

„Einn maður er að læra í Banda­ríkj­un­um og kon­an hans hef­ur dvalið með hon­um á bráðabirgðaland­vist­ar­leyfi. Hún þurfti að fara heim til Íran og var ekki viss um að hún fengi land­vist­ar­leyfi aft­ur. Mann­in­um finnst hann hafa verið móðgaður og lang­ar að yf­ir­gefa Banda­rík­in.“

Þetta hellir olíu á eldinn

Ali þykir til­skip­un Trump ákaf­lega van­hugsuð og móðgandi fyr­ir lönd­in sjö. Það sé ekki nein hryðju­verkaógn frá Íran og hafi ekki verið í mörg ár. „Það hef­ur ekki komið einn ein­asti hryðju­verkamaður frá Íran og und­an­far­in 30 ár a.m.k. hafa þeir sem staðið hafa að hryðju­verk­um á Vest­ur­lönd­um ekki verið þaðan. Að tengja ein­hverja sér­staka ógn gagn­vart íbú­um Banda­ríkj­anna við mögu­leg­ar heim­sókn­ir fólks sem er fætt í Íran eða öðrum þeim lönd­um sem eru á þess­um svarta lista er ekk­ert annað en fá­rán­legt.“

Ali tel­ur að til­skip­un­in eigi ekki eft­ir að skapa ör­yggi í Banda­ríkj­un­um held­ur muni hún skapa aukna spennu á milli Banda­ríkj­anna og áður­nefndra landa. „Banda­rík­in hafa verið að berj­ast við Ríki íslams en þessi til­skip­un gef­ur bolt­ann í hend­urn­ar á hryðju­verka­mönn­un­um. Liðsmenn Rík­is íslams hljóta að vera­ ánægðir með þessa til­skip­un, þetta var það sem þeir vildu og hell­ir olíu á eld­inn. Trump hef­ur ekki hugsað málið til enda. Það er eins og hann sé að reyna að sanna sig og vel­ur að gera það á svona öm­ur­leg­an hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Finnst þetta besta starf í heimi“

12:38 „Þetta sýnir bara fram á að leikskólakennarar eru að vinna sitt starf af fagmennsku,“ segir varaformaður félags leikskólakennara, um niðurstöður nýlegrar könnunar meðal foreldra leikskólabarna sem sýna að 98 prósent foreldra telja að barninu þeirra líði vel og sé öruggt á leikskólanum Meira »

Viðrar vel til hlaupa og flugelda

11:50 Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri á morgun þegar Menningarnótt verður haldin í 22. sinn í Reykjavík. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni ættu því að geta sprett úr spori í ágætu veðri og sömuleiðis getur fólk notið þess að fylgjast með flugeldasýningu síðla kvölds. Meira »

Aðeins 50% líkur á að ná meðallaunum

11:10 Formanni félags grunnskólakennara hugnast það ágætlega að skoða hvort veita megi kennurum tækifæri á að vera betur metnir að verðleikum með því að tengja laun meira álagi, ábyrgð og menntun, en gert hefur verið. Með því mætti hugsanlega hækka laun kennara og laða fleiri að starfinu. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Barcelona nærri hjarta Íslendinga

11:47 „Við viljum sýna að við stöndum með fólkinu í Katalóníu og Barcelona,“ segir Eric Lluent, sem hefur efnt til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona í gær. Eric er fæddur og uppalinn í borginni. Meira »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...