Rannsókn málsins á lokametrunum

mbl.is/Þórður

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hyggst halda áfram rannsókn á máli manns sem grunaður er um að hafa beitt konu grófu kynferðisofbeldi og svipt hana enn fremur frelsi sínu í desember í ljósi alvarleika þess. Kæra af hálfu konunnar liggur ekki fyrir.

Frétt mbl.is: Klárar fangelsisdóm vegna meintrar nauðgunar

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins og haft eftir Kristjáni Inga Kristjánssyni, lögreglufulltrúa hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Málið er á lokametrunum og verður sent til embættis héraðssaksóknara á næstu vikum.

Kristján segir það segja sig sjálft að erfiðara sé að rannsaka mál þegar kæra liggi ekki fyrir. Konan kærði málið upphaflega en dró síðan kæruna til baka og sagði að það væri henni og fjölskyldu hennar fyrir bestu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert