Vill banna launagreiðslur í reiðufé

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hyggst beita sér fyrir frekari rannsókn á aflandsundanskotum og aðgerðum til þess að hindra þau. Þetta sagði hann meðal annars í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem þau mál voru til umfjöllunar.

Ráðherrann var inntur eftir því í þættinum með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að beita sér til þess að koma í veg fyrir skattaundanskot í gegnum félög á aflandssvæðum. 

Benedikt tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld eftir þáttinn þar sem hann sagði: „Jafnframt mun ég undirbúa löggjöf til þess að þrengja að svarta hagkerfinu þar sem bannað yrði að greiða laun út með reiðufé og allir þyrftu að borga hluti yfir ákveðnu verði í gegnum banka eða kreditkort þannig að viðskiptin yrðu rekjanleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert