Félag til uppbyggingar ferðamannastaða

Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, ásamt forsvarsmönnum Bergrisa og ...
Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, ásamt forsvarsmönnum Bergrisa og Verkís. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt fyrirtæki var kynnt í dag undir nafninu Sannir landvættir, en það hyggst bjóða landeigendum ferðamannastaða að stofna með þeim rekstrarfélög utan um uppbyggingu og rekstur samhliða gjaldtöku fyrir þjónustu á viðkomandi ferðamannastöðum. Felur það meðal annars í sér uppbyggingu á bílastæðum, salernum, göngustígum, útsýnispalla, sorpþjónustu og starfsmannaþjónustu hjá stærri stöðum. Þá hefur félagið samið við Íslandsbanka um að vera bakhjarl verkefnisins og mun hann fjármagna þau verkefni sem ráðist verður í. Þetta kom fram á kynningarfundi sem haldinn var í húsnæði Verkís í dag.

Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, segir að uppbygging ferðamannastaða sé nauðsynleg með fjölgun ferðamanna og þar skipti innviðir eins og bílastæði, salerni og fleira mestu máli. Segir hann engu máli skipta hvort landeigendur séu einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkið, það verði hægt að vinna með öllum sem hafi áhuga.

Rukka fyrir þjónustu en ekki náttúruna

Segir hann að fyrirtækið muni skoða öll mál sem berist og ef grundvöllur sé fyrir að fara í uppbyggingu með gjaldtöku sé stofnað sérstakt rekstrarfélag með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Þá muni starfsmenn Sannra landvætta koma að aðal- og deiliskipulagsvinnu, sé hennar þörf og allri hönnunarvinnu. Arnór segir að menn muni reyna að átta sig á hversu mikil þörf sé fyrir uppbygginguna og haga henni í samræmi við spár um fjölda ferðamanna.

Arnór segir að ekki verði rukkað fyrir náttúruna sjálfa heldur ...
Arnór segir að ekki verði rukkað fyrir náttúruna sjálfa heldur þjónustu eins og salerni og bílastæði. mbl.is/Árni Sæberg

Hann segir að rekstrarfélagið muni sjá um fjármögnun verkefnisins í gegnum Íslandsbanka og ef verkefnið sé stórt þá muni það einnig halda utan um starfsmannamál. Í samtali við mbl.is tók Arnór sérstaklega fram að ekki væri horft til þess að rukka fyrir aðgang að náttúrunni, heldur fyrir aðgang að þjónustu á svæðinu, hvort sem hún væri í formi bílastæða eða salernis. „Það verður ekkert glápugjald,“ segir hann og bætir við: „Við munum ekki rukka fyrir eitthvað sem er ekki komið.“

Eigendur leggja til afnotarétt, en geta líka tekið þátt í uppbyggingunni

Rentugreiðslur til landeigenda munu vera mismunandi í hverju tilfelli fyrir sig að hans sögn og skiptir þar til dæmis máli hversu kostnaðarsöm uppbygging er og fjöldi ferðamanna sem kemur á svæðið. Segir Arnór að fyrst um sinn verði horft til þess að greiða niður fjármögnunarkostnaðinn við uppbygginguna, auk þess sem landeigandi muni fá einhver prósent í sinn hlut fyrstu árin. Þegar líði á megi svo gera ráð fyrir að tekjurnar verði notaðar í aukna uppbyggingu eða arðgreiðslu til landeiganda.

Bílastæði við Seljalandsfoss.
Bílastæði við Seljalandsfoss.

Arnór segir þessa hugmynd talsvert frábrugðna því sem bjóðist landeigendum í dag, en þeir hafa meðal annars getað sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Það hefur aftur á móti kostað mótframlag og að viðkomandi sjái um alla vinnuna og skipulag. Arnór segir að með þessu eigi landeigendur sem vilji til dæmis áfram stunda landbúnað og sleppa aðkomu að ferðaþjónustu gert það, en samt fengið auka tekjur í kassann. Hann tekur þó fram að sé vilji landeigenda til að vera hluthafi í rekstrarfélaginu sé það umsemjanlegt og jafnvel sé einhver uppbygging fyrir hendi sem geti komið inn sem hlutafé.

Fossar, náttúrulaugar, gljúfur og lón

Hann segir að horft verði til staða um allt land og nefnir staði eins og Seljalandsfoss, Skógarfoss, ýmsar náttúrulaugar, Fjaðrárgljúfur og Jökulsárlón um staði þar sem vanti uppbyggingu og þjónustan geti passað á.

Ný löggjöf í vinnslu varðandi gjaldtöku við ferðamannastaði

mbl.is sagði fyrr í dag frá því að samgöngu- og sveitarstjóraráðuneytið væri að undirbúa nýtt frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Breyt­ing­arn­ar snúa að því að heim­ila rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um að taka bíla­stæðagjöld í dreif­býli, svo sem við ferðamannastaði. Í dag nær heim­ild­in ein­göngu til gjald­töku í þétt­býli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði barn handleggsbrotnað sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Toyota Avensis 2014 ek 36000 km
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 36000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
Subau Outback Lux Plus diesel 2016 til sölu
Subaru Outback Lux Plus diesel, 4x4 sjálfskiptur með beinskiptimöguleika flipask...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...