Félag til uppbyggingar ferðamannastaða

Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, ásamt forsvarsmönnum Bergrisa og ...
Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, ásamt forsvarsmönnum Bergrisa og Verkís. mbl.is/Árni Sæberg

Nýtt fyrirtæki var kynnt í dag undir nafninu Sannir landvættir, en það hyggst bjóða landeigendum ferðamannastaða að stofna með þeim rekstrarfélög utan um uppbyggingu og rekstur samhliða gjaldtöku fyrir þjónustu á viðkomandi ferðamannastöðum. Felur það meðal annars í sér uppbyggingu á bílastæðum, salernum, göngustígum, útsýnispalla, sorpþjónustu og starfsmannaþjónustu hjá stærri stöðum. Þá hefur félagið samið við Íslandsbanka um að vera bakhjarl verkefnisins og mun hann fjármagna þau verkefni sem ráðist verður í. Þetta kom fram á kynningarfundi sem haldinn var í húsnæði Verkís í dag.

Arnór Þ. Sigfússon, framkvæmdastjóri Sannra landvætta, segir að uppbygging ferðamannastaða sé nauðsynleg með fjölgun ferðamanna og þar skipti innviðir eins og bílastæði, salerni og fleira mestu máli. Segir hann engu máli skipta hvort landeigendur séu einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög eða ríkið, það verði hægt að vinna með öllum sem hafi áhuga.

Rukka fyrir þjónustu en ekki náttúruna

Segir hann að fyrirtækið muni skoða öll mál sem berist og ef grundvöllur sé fyrir að fara í uppbyggingu með gjaldtöku sé stofnað sérstakt rekstrarfélag með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Þá muni starfsmenn Sannra landvætta koma að aðal- og deiliskipulagsvinnu, sé hennar þörf og allri hönnunarvinnu. Arnór segir að menn muni reyna að átta sig á hversu mikil þörf sé fyrir uppbygginguna og haga henni í samræmi við spár um fjölda ferðamanna.

Arnór segir að ekki verði rukkað fyrir náttúruna sjálfa heldur ...
Arnór segir að ekki verði rukkað fyrir náttúruna sjálfa heldur þjónustu eins og salerni og bílastæði. mbl.is/Árni Sæberg

Hann segir að rekstrarfélagið muni sjá um fjármögnun verkefnisins í gegnum Íslandsbanka og ef verkefnið sé stórt þá muni það einnig halda utan um starfsmannamál. Í samtali við mbl.is tók Arnór sérstaklega fram að ekki væri horft til þess að rukka fyrir aðgang að náttúrunni, heldur fyrir aðgang að þjónustu á svæðinu, hvort sem hún væri í formi bílastæða eða salernis. „Það verður ekkert glápugjald,“ segir hann og bætir við: „Við munum ekki rukka fyrir eitthvað sem er ekki komið.“

Eigendur leggja til afnotarétt, en geta líka tekið þátt í uppbyggingunni

Rentugreiðslur til landeigenda munu vera mismunandi í hverju tilfelli fyrir sig að hans sögn og skiptir þar til dæmis máli hversu kostnaðarsöm uppbygging er og fjöldi ferðamanna sem kemur á svæðið. Segir Arnór að fyrst um sinn verði horft til þess að greiða niður fjármögnunarkostnaðinn við uppbygginguna, auk þess sem landeigandi muni fá einhver prósent í sinn hlut fyrstu árin. Þegar líði á megi svo gera ráð fyrir að tekjurnar verði notaðar í aukna uppbyggingu eða arðgreiðslu til landeiganda.

Bílastæði við Seljalandsfoss.
Bílastæði við Seljalandsfoss.

Arnór segir þessa hugmynd talsvert frábrugðna því sem bjóðist landeigendum í dag, en þeir hafa meðal annars getað sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Það hefur aftur á móti kostað mótframlag og að viðkomandi sjái um alla vinnuna og skipulag. Arnór segir að með þessu eigi landeigendur sem vilji til dæmis áfram stunda landbúnað og sleppa aðkomu að ferðaþjónustu gert það, en samt fengið auka tekjur í kassann. Hann tekur þó fram að sé vilji landeigenda til að vera hluthafi í rekstrarfélaginu sé það umsemjanlegt og jafnvel sé einhver uppbygging fyrir hendi sem geti komið inn sem hlutafé.

Fossar, náttúrulaugar, gljúfur og lón

Hann segir að horft verði til staða um allt land og nefnir staði eins og Seljalandsfoss, Skógarfoss, ýmsar náttúrulaugar, Fjaðrárgljúfur og Jökulsárlón um staði þar sem vanti uppbyggingu og þjónustan geti passað á.

Ný löggjöf í vinnslu varðandi gjaldtöku við ferðamannastaði

mbl.is sagði fyrr í dag frá því að samgöngu- og sveitarstjóraráðuneytið væri að undirbúa nýtt frumvarp til breytinga á umferðarlögum. Breyt­ing­arn­ar snúa að því að heim­ila rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um að taka bíla­stæðagjöld í dreif­býli, svo sem við ferðamannastaði. Í dag nær heim­ild­in ein­göngu til gjald­töku í þétt­býli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

OR undirbýr rannsókn á örplasti í vatni

19:10 Orkuveita Reykjavíkur vinnur nú að því að undirbúa mælingar á því hvort örplast leynist í neysluvatni Íslendinga. Þetta staðfestir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sem segir Orkuveituna nú vera að viða að sér búnaði til að gera slíkar mælingar. Meira »

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

18:48 „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur. Meira »

Bætti ári við með óvæntum burði

18:43 Ærin MæjaBella kom eiganda sínum heldur betur á óvart þegar hún bar tveimur lömbum núna upp úr miðjum september, sem er býsna óvenjulegt. Eigandinn, Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, tók ungviðinu fagnandi enda er hún mikið fyrir dýr og hefur meðal annars fóstrað móðurlausa grágæsarunga. Meira »

Gekk ekki í takt við þingflokkinn

18:37 „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi snúist um að virða það samkomulag sem formennirnir hafa gert um þinglok,“ segir Pawel Bartozsek, þingmaður Viðreisnar. Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að taka í dag fyrir frumvarp Pírata um stjórnarskrárbreytingar var felld í dag. Meira »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Rúv vanrækti almannaþjónustuhlutverk

14:21 Umboðsmanni Alþingis hafa af og til borist kvartanir og ábendingar frá einstaklingum sem búa við heyrnarskerðingu um skort á aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins og þar með að það fullnægi ekki þeim kröfum sem kveðið er á um í lögum. Þetta kemur fram í bréfi umboðsmanns Alþingis til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sent var fyrr í þessum mánuði. Meira »
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...