Veðja á rafmagnið

Uppsetning hraðhleðslustöðva við Staðarskála og á Blönduósi er hafin. Hægt …
Uppsetning hraðhleðslustöðva við Staðarskála og á Blönduósi er hafin. Hægt verður að keyra milli Reykjavíkur og Akureyrar og hlaða á leiðinni. ur

Markmið N1 er að ekki verði meira en 100 kílómetrar á milli hraðhleðslustöðva félagsins hringinn um landið, en félagið rekur 95 afgreiðslustaði um landið.

Um talsverða fjárfestingu er að ræða af hálfu fyrirtækisins því stöð af þessu tagi kostar um þessar mundir vart undir 10 milljónum króna, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í ViðskiptaMogganum í dag.

Fyrsta skrefið verður stigið innan skamms þegar unnt verður að aka á rafbílum milli Reykjavíkur og Akureyrar, í kjölfar þess að settar verða upp stöðvar á Blönduósi og við Staðarskála í Hrútafirði á næstu mánuðum, en fyrirtækið rekur nú þegar hraðhleðslustöð í Borgarnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert