Endurgreiði þrotabúi 13,8 milljónir

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konu sem var dæmd til að endurgreiða þrotabúi GM framleiðslu (áður Gunnars majónes) 13,8 milljónir króna, auk þess sem 2,6 milljóna króna greiðslu þrotabúsins til konunnar, sem var stjórnarformaður, var rift.

GM framleiðsla var úrskurðað gjaldþrota árið 2014.

Frétt mbl.is: Gert að endurgreiða 13,8 milljónir

Þrotabú GM framleiðslu höfðaði málið og krafðist þess að launagreiðslum vegna áranna 2012 og 2013, samtals að fjárhæð 7,4 milljónir króna, yrði rift. Það krafðist þess einnig að konan greiddi þrotabúinu samtals 18,7 milljónir króna.

Þar var byggt á því að hún hafi greitt sér allt of há laun á tímabili þegar rekstur fyrirtækisins var farinn að ganga illa, en hún átti 27,8% hlut í félaginu á þessum tíma.

Íslenska ríkið ákvað að áfrýja málinu til hæstaréttar og þar var úrskurðað að dómurinn skyldi vera óraskaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert