Fagnar 100 árum á Flórída

Björg býður til heljarinnar veislu á Flórída í tilefni dagsins.
Björg býður til heljarinnar veislu á Flórída í tilefni dagsins.

Björg Þorvaldsdóttir verður 100 ára í dag. Björg er búsett á Flórída en hún fluttist frá Íslandi til Kanada 1923. Býr hún án aðstoðar í þriggja herbergja húsi í Flórída og sér alveg um sig sjálf.

Björg hefur haldið tengslum við Ísland og talar enn íslensku þrátt fyrir að hafa búið erlendis allan þennan tíma.

„Það verður afmælisveisla hérna í Flórída seinni partinn á morgun. Fólk er að koma fljúgandi til landsins allsstaðar frá til að vera viðstatt veisluna, þar á meðal fimm íslenskir ættingjar Bjargar. Boðið verður upp á veitingar og síðan verður sunginn afmælissöngurinn, m.a á íslensku. Björg mun síðan hafa undirbúið ræðu sem hún ætlar að flytja í lok veislunnar,“ segir Terri Sheldon, dóttir Bjargar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert