Hafna ásökunum sjómanna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hafnar ásökunum sjómanna um að samtökin hafi brotið fjölmiðlabann ríkissáttasemjara með því að upplýsa um bókun sem fulltrúar sjómanna lögðu fram á samningafundi.

Frétt mbl.is: „Hálmstrá til að setja viðræður í hnút“

„Við höfnum þessu,“ segir Heiðrún Lind spurð út í tilkynningu sem Sjómannasambandið sendi frá sér fyrr í dag en tilefni hennar var fréttabréf sem SFS sendi til félagsmanna sinna. „Þessu er alfarið hafnað,“ sagði Heiðrún Lind um tilkynninguna.

Heiðrún kaus að tjá sig ekki frekar um stöðuna eða gang viðræðna og vísaði til fjölmiðlabannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert