Ljóð og lag til minningar um Birnu

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir.

„Ég var í heimsókn hjá vinafólki þegar fréttirnar komu og þegar ég var að keyra heim röðuðu þessi orð sér saman með þessum hætti, þegar maður var að hugleiða þetta mál,“ segir Friðrik Erlingsson rithöfundur sem samdi ljóðið Alein til minningar um Birnu Brjánsdóttur.

Ljóðið samdi hann daginn sem lík Birnu fannst vestan af Selvogsvita.

Gunnar Þórðarson tónlistarmaður hefur gert lag við ljóðið en það gerði hann eftir að Friðrik setti sig í samband við hann.

„Og hann gerði það glæsilega. Gunnar er náttúrulega snillingur og þetta er mjög fallegt en í sjálfu sér er ekki meira um þetta að segja,“ segir Friðrik. „Ég eins og aðrir landsmenn hugsa mikið um þessa stúlku og hennar hræðilegu örlög. Og þetta var bara mín tjáning í ljóði og núna Gunnars í laginu.“

Lagið er í flutningi Stefaníu Svavarsdóttur og Kristjáns Gíslasonar og má heyra það hér fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert