Ari Eldjárn mundar þverflautuna

„Á einhvern hátt er þetta gamall draumur að rætast,“ segir grínistinn Ari Eldjárn um uppistand sitt með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu í vikunni. Á sínum yngri árum hafi hann lært á þverflautu og komið fram en hann viðurkennir að aðstæðurnar nú séu ólíkar þeim sem hann sá fyrir sér þá.

Í dag fjölmenntu grunnskólakrakkar í Hörpu til að fá smjörþefinn af sýningunni og það er óhætt að segja að Ari og hljómsveitin hafi staðið undir væntingum. mbl.is var á staðnum og spjallaði aðeins við Ara um viðburðinn.

Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert