Viðurkenna ekki eigin árangur og getu

Forritarar eru hræddir við að afhjúpa hvað þeir kunna lítið.
Forritarar eru hræddir við að afhjúpa hvað þeir kunna lítið. mbl.is/ÞÖK

Blekkingarheilkennið svokallaða, eða „Impostor Syndrome“, er mjög algengt í upplýsingatæknigeiranum, að sögn Guðlaugar Birnu Björnsdóttur tölvunarfræðings, sem hélt erindi um fyrirbærið á nýafstaðinni UT-messu.

Heilkennið lýsir sér meðal annars þannig að fólk getur ekki viðurkennt eigin árangur, þrátt fyrir sannanir um hið gagnstæða og sannfærist um að það hafi blekkt fólk og eigi ekki skilið þann árangur sem það hefur náð og það lof sem það fær.

„Strax í námi fór ég að hafa efasemdir um sjálfa mig og þetta fylgdi mér svo auðvitað út í atvinnulífið, þar sem ég fór að bera mig saman við fólk sem hafði starfað í geiranum í langan tíma. Ég fór fyrst að ræða opinskátt um þetta í bloggfærslu árið 2014 án þess að vita hvað þetta væri, en þá var mér bent á blekkingarheilkennið sem skýringu,“ segir Guðlaug í Morgunblaðinu í dag. Sjálf hætti hún að skrifa forritunarkóða út af heilkenninu. Hún vill að fólk í geiranum hafi trú á sjálfu sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert