Hjartastopp í miðjum dansi

Hjartastopp á sér stað þegar hjartað hættir að slá vegna …
Hjartastopp á sér stað þegar hjartað hættir að slá vegna bilunar í rafkerfi þess. Fólk getur stundum lifað af hjartastopp ef þeir fá fyrstu hjálp (hjartahnoð) strax og hjartastuðtæki er notað fljótt eftir áfall til að koma hjartanu í eðlilegan takt.

Erlendum gesti á hóteli í Vesturbæ Reykjavíkur varð það til lífs að tveir læknar voru staddir þar þegar gesturinn fékk hjartastopp í miðjum dansi á hótelinu um tíu í gærkvöldi. Læknarnir, sem einnig voru að skemmta sér á hótelinu, brugðust skjótt við og hófu strax endurlífgun.

Að sögn lögreglu var hjartastuðtæki á hótelinu sem notast var við áður en sjúkraflutningafólk var komið á hótelið.  Endurlífgun gekk vel og var maðurinn kominn með meðvitund áður en hann var fluttur á Landspítala við Hringbraut, samkvæmt dagbók lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert