Þakplötur og vinnupallar fjúka

Aðstæður eru ekki góðar á Reykjanesbrautinni í augnablikinu.
Aðstæður eru ekki góðar á Reykjanesbrautinni í augnablikinu. mbl.is/Rax

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar vegna foks í tengslum við ofsaveðrið sem geisar á suðvesturhorninu. Þakplötur hafa fokið á Suðurnesjunum en sérstaklega hefur verið varað við aðstæðum á Reykjanesbrautinni.

„Við höfum farið í fokaðstoð á Suðurnesjunum. Í Reykjanesbæ og Garði hafa þakplötur og vinnupallar fokið,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Varað er við aðstæðum á Reykja­nes­braut á milli klukk­an 9 og 12, þar sem vind­ur þvert á veg­inn verður 22-25 m/​s með hviðum 35 m/​s. Slag­veðursrign­ing á sama tíma og vatn í hjól­för­um. 

Eins og áður kom fram voru björgunarsveitir í Hveragerði kallaðar út eftir að þakplötur fuku af Garðyrkjuskólanum. Samkvæmt Þorsteini tókst að fergja hluta af þakinu en hluta þess var ekki hægt að bjarga.

Ekkert útkall hefur verið á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurofsann en veðrið mun ganga niður fljótlega eftir hádegið.

Efri hluti skiltisins hrundi til jarðar.
Efri hluti skiltisins hrundi til jarðar. Ljósmynd/Heimkaup

Veðurvefur mbl.is

Uppfært kl. 11:56:

Efri hluti skiltis Heimkaupa í Turninum í Kópavogi fauk niður í veðurofsanum sem geisar. Heimkaup hefur af þeim sökuð tímabundið lokað inngöngum í vöruhúsið og móttöku viðskiptavina tímabundið á meðan veðrið gengur yfir. Hægt er að ganga inn um aðalinngang Turnsins.

Engin röskun er á heimsendingum hjá Heimkaup.is.

Efri hluti skiltisins er ekki lengur á sínum stað.
Efri hluti skiltisins er ekki lengur á sínum stað. Ljósmynd/Heimkaup
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert