„Þvoið ykkur með súpu“

Ljósmynd/Af Facebook

Gestir í búningsklefum Laugardalslaugar eru vinsamlegast beðnir um að þvo sér með súpu áður en þeir fara ofan í laugina. Svo hljómar skilti sem sett hefur verið upp í klefanum. Þá segir þar enn fremur að boðið sé upp á fría súpu í „sturtuherberginu“.

Ljóst má vera að stafsetningarvillur valda þessum ruglingi, þar sem aðeins einum staf munar á ensku orðunum yfir sápu og súpu, rétt eins og þeim íslensku.

Myndinni hér að ofan var deilt inn á Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar, sem ætlaður er fyrir fólk með áhuga á eða sem starfar við ferðaþjónustu, og vill opna augu almennings og ríkisvaldsins fyrir mikilvægi ferðaþjónustu í íslensku samfélagi.

Skemmst er frá því að segja að myndin hefur vakið mikla lukku í hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert