„Hér munum við ekki trumpast“

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við komum saman víður hópur af fólki […] og vorum að ræða fréttirnar sem maður hefur verið að fá frá Bandaríkjunum og af aðgerðum Trumps [Bandaríkjaforseta]. Okkur fannst eins og fólk vantaði að koma saman. Það vekur óhug þegar maður heyrir af svona mismunun á grundvelli þjóðernis og trúar í landi sem okkur þykir vera nálægt okkur,“ segir Ragnheiður Freyja Katrínardóttir, meðlimur í samtökunum No Borders Iceland, um viðburðinn „Samstaða með flóttafólki“ sem haldinn var við Alþingishúsið í dag.

Í tilkynningu sem aðstandendur viðburðarins sendu mbl.is í gær kom einnig fram að aðeins 11,4% þeirra sem sóttu um vernd á síðasta ári fengu hæli eða mannúðarleyfi en 85,5% þjóðarinnar vilja bjóða fleira fólk á flótta velkomið hérlendis. Hér munum við ekki trumpast.“

„Við vildum koma saman til að minna á að flóttamenn eru velkomnir hér og kannski líka til að nýta tækifærið og minna á að Ísland getur gert betur og þá sérstaklega í málum hælisleitenda,“ segir Ragnheiður Freyja. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Meðan kvótaflóttamenn hafa hlotið meðferð hérna sem er alveg til fyrirmyndar þá er meðferð á málum hælisleitenda enn ábótavant.“

Ragnheiður Freyja segir að sérstaklega megi bæta úr meðferð á málum barna en þau eru um fjórðungur þeirra sem sækja um vernd á Íslandi. 

Sögðu frá upplifun hælisleitenda á Íslandi

Dagskrá samstöðufundarins hófst klukkan 16.30 í dag en þar sagði Ragnheiður Freyja meðal annars frá upplifun flóttamanna og hælisleitenda á Íslandi. Sagði hún meðal annars að það viðmót sem flóttafólk mætir hjá Útlendingastofnun sé á skjön við almennt viðmót Íslendinga og því upplifði fólkið sig ekki velkomið á landinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnheiður Freyja sagði álag á lögfræðinga Rauða krossins einnig vera of mikið og að dæmi væru um að lögfræðingar flóttamanna segðu þeim að þeim yrði líklega vísað úr landi. Þá sagði hún lagalega stöðu flóttamanna hafa versnað mikið á seinustu árum.

Þá hvatti Ragnheiður Freyja stjórnvöld til að framfylgja þeirri stefnu er lýst er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Í fjölmenningarsamfélagi felst mannauður og fjölbreytt reynsla sem er til þess fallin að auðga samskipti einstaklinga. Innflytjendum verði auðveldað að verða fullgildir og virkir þátttakendur í íslensku samfélagi. Vandað verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. […] Hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.“

Flóttamenn og aðstandendur þeirra tóku svo við orðinu og sögðu frá eigin upplifun á Íslandi. Fjölskyldufaðir sem er á Íslandi ásamt konu sinni og barni tók til máls og lesin var upp tilkynning frá unnusta Amirs Shokrgoz­ar, sem var vísað frá Íslandi í síðustu viku en hann flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert