Húsveggur í hraunjaðrinum verður endurbyggður

Svona verður umhorfs við Blátind, eftir að veggurinn rís í …
Svona verður umhorfs við Blátind, eftir að veggurinn rís í vor. Eyjafréttir/Ómar Garðarsson

Vinnuhópur í Vestmannaeyjum, undir forystu Arnars Sigurmundssonar, hyggst ráðast í endurbyggingu á hluta af Blátindi við Heimagötu 12 í Vestmannaeyjum, sem fór að stórum hluta undir hraun í gosinu 1973.

Skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti nýverið á fundi sínum þessi áform vinnuhópsins. „Húsið Blátindur var byggt 1942 og stækkað um 1960 með stækkun stofu og voru svalir yfir stofunni. Þessi hluti hússins stóð áfram að hluta eftir eldgosið og vakti jafnan mikla athygli enda húsið nálægt miðbænum í Eyjum.

Arnar segir að þegar veggurinn hrundi hafi verið búið að gera gott aðgengi að rústum hússins. Fólk, ekki síst ferðamenn, hafi áhuga á að skoða rústirnar, því þetta sé mjög sérstakt, ekki síst fyrir staðsetninguna í miðbænum.

Rústir Blátinds líta svona út í dag. Húsið var reisulegt …
Rústir Blátinds líta svona út í dag. Húsið var reisulegt fyrir gos. Eyjafréttir/Ómar Garðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert