Var yfirheyrður í morgun

Sakborningurinn á leið út úr dómsal þann 19. janúar.
Sakborningurinn á leið út úr dómsal þann 19. janúar. mbl.is/Eggert

Grænlenski karlmaðurinn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, var yfirheyrður af lögreglu í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn við rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Hann segist ekki geta tjáð sig um efni yfirheyrslna, né hvort maðurinn hafi reynst lögreglu samvinnuþýður. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær lögregla muni yfirheyra hann aftur.

Maður­inn var hand­tek­inn ásamt öðrum manni um borð í græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq 18. janú­ar. Héraðsdóm­ur Reykja­ness úr­sk­urðaði menn­ina í tveggja vikna gæslu­v­arðhald 19. janú­ar.

Öðrum mann­anna var svo sleppt úr haldi í síðustu viku en Héraðsdóm­ur Reykja­ness úr­sk­urðaði hinn mann­inn í áfram­hald­andi tveggja vikna gæslu­v­arðhald fyrir rúmri viku. Hæstirétt­ur staðfesti þann úr­sk­urð á þriðjudag. Gæsluvarðhald hans rennur því að óbreyttu út næsta fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert