Margt ógert í málefnum fatlaðs fólks

Magnús Helgi Björnsson (t.v.) og Þóroddur Þórarinsson störfuðu báðir á …
Magnús Helgi Björnsson (t.v.) og Þóroddur Þórarinsson störfuðu báðir á Kópavogshæli og lærðu síðan til þroskaþjálfa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þó að margt hafi áunnist í málefnum fatlaðs fólks síðan Kópavogshæli var starfrækt, er enn margt ógert. Þó að stórum stofnunum fyrir fatlað fólk hafi nú verið lokað er ekki þar með sagt að stofnanamenning hafi lagst af.

Þetta segja tveir þroskaþjálfar sem hafa starfað með fötluðu fólki í áratugi, þeir Magnús Helgi Björgvinsson og Þóroddur Þórarinsson, í umfjöllun um málefni Kópavogshælisins í Morgunblaðinu í dag.

Báðir störfuðu þeir á Kópavogshæli á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segja að þá hafi vistfólkið verið beitt ýmsum refsingum. Algengt hafi t.d. verið að neita fólki um það sem því þótti gott, eins og t.d. kaffi. Þá var vatni sprautað á fólk til að fá það ofan af hegðun sem þótti óæskileg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert