Fagna 14 starfsári Hróksins á Grænlandi

Gripið var í skák í Pakkhúsinu.
Gripið var í skák í Pakkhúsinu. mbl.is/Golli

Skákfélagið Hrókurinn efndi til myndasýningar og vöfflukaffis í Pakkhúsi Hróksins í gær í tilefni af því að í næstu viku fara Hróksmenn í sinn fyrsta leiðangur til Grænlands á árinu. Til stendur að slá upp hátíðum í þremur bæjum og þorpum á austurströnd Grænlands, en hátíðin markar upphafið að fjórtánda starfsári Hróksins á Grænlandi. 

Hátíðin er tileinkuð minningu Gerdu Vilholm, sem lést í janúar, 73 ára gömul. Vilholm rak einu bókabúðina á Austur-Grænlandi og var eini Daninn sem sögur fara af sem talaði reiprennandi jafnt vestur- sem austur-grænlensku. Hún átti sér þann draum að byggja sundlaug í Tasiilaq og ætlar Hrókurinn nú að taka það verkefni upp á sína arma.

Hrókurinn efndi til myndasýningar og vöfflukaffis í tilefni af því …
Hrókurinn efndi til myndasýningar og vöfflukaffis í tilefni af því að í næstu viku fara Hróksmenn í sinn fyrsta leiðangur til Grænlands á árinu. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert