Vonast eftir svari í dag

Valmundur Valmundsson og kollegar hans í samninganefnd sjómanna lögðu fram …
Valmundur Valmundsson og kollegar hans í samninganefnd sjómanna lögðu fram nýtt tilboð í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, vonast eftir svari í dag frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, vegna nýs tilboðs sem samninganefnd sjómanna lagði fram í gær.

Hann segir að sjómenn bíði nú viðbragða frá SFS vegna tilboðsins.

Að sögn Valmundar slógu sjómenn ekki mikið af kröfum sínum með tilboðinu. „Þetta er svolítið ný nálgun á þetta til að leysa deiluna. Svo munum við sjá viðbrögðin við því.“

Hann hefur rætt um að um lokatilboð sé að ræða til útgerðarinnar en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í um tvo mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert