Engir formlegir fundir fyrirhugaðir

Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engir formlegir fundir eru fyrirhugaðir hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með samninganefndum sjómanna eða Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna sjómannadeilunnar.

Að sögn Guðmundar Kristjáns Jónssonar, aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafa ýmis samtöl átt sér stað við báða deiluaðila og ríkissáttasemjara en ekkert liggur fyrir um fundahöld.

Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í um tvo mánuði. Þorgerður Katrín hefur sagt að henni hugnist ekki að ríkið komi að deilunni með sértækum hætti.

Formaður Sjómannasambandsins telur að enginn samningur verði gerður nema ríkið komi til móts við deiluaðila með breytingum á skattkerfinu sem miða að því að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert