Fjögur ár fyrir gróf kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Karlmaður sem ákærður hafði verið fyrir frels­is­svipt­ingu, lík­ams­árás, hót­an­ir, kyn­ferðis­brot og stór­felld­ar ærumeiðing­ar gegn sam­býl­is­konu sinni í febrúar á síðasta ári var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Áður hafði maðurinn hlotið tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir athæfið í héraði, en Hæstiréttur ógildi þá niðurstöðu í desember og sendi aftur í hérað. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá febrúar til desember, eða í um 10 mánuði. Dregst varðhaldið frá dómi mannsins.

Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef héraðsdóms, en sagt er frá niðurstöðunni á vef Vísis. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari og saksóknari í málinu, staðfestir niðurstöðu dómsins við mbl.is.

Frelsissvipting og ofbeldi í fjórar klukkustundir

Í ákæru málsins kom fram að maður­inn hafi svipt sam­býl­is­konu sína frelsi í fjór­ar klukku­stund­ir á heim­ili þeirra og ít­rekað veist að henni, slegið hana hnefa­högg­um og rifið í hár henn­ar. Þá hafi hann skipað kon­unni að setj­ast á stól en svo sparkað hon­um und­an henni svo hún féll á gólfið.

Meðan á þessu stóð er maður­inn sagður hafa hótað kon­unni ít­rekað líf­láti og meinað út­göngu af heim­il­inu.

Þá á maður­inn að hafa tekið mynd­ir af kyn­fær­um henn­ar og áreitt hana kyn­ferðis­lega auk þess sem hann þvingaði hana til munn­maka og endaþarms­maka. Hlaut kon­an af þessu mar á höfði og víðar auk þess sem jaxl brotnaði.

Þá kom fram við rann­sókn máls­ins að maður­inn og faðir hans reyndu ít­rekað að hafa áhrif á framb­urð kon­unn­ar með því að setja sig í sam­band við hana.

Hæstiréttur ógildir dóm héraðsdóms

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir að það hafi verið mat héraðsdóms, að virt­um vitn­is­b­urði sam­býl­is­kon­unn­ar hjá lög­reglu og fyr­ir dómi, að maður­inn hefði verið í góðri trú þegar hann hafði við hana endaþarms­mök í fram­haldi munn­mak­anna og var hann með vís­an til þess sýknaður af þeim sak­argift­um vegna skorts á ásetn­ingi.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kom fram að þegar litið væri til fram­an­greinds of­beld­is sem maður­inn hefði beitt kon­una á heim­ili þeirra og aðstæðna allra fæl­ist þver­sögn í þeirri niður­stöðu héraðsdóms að sak­fella fyr­ir fyrri hluta hátt­sem­is­lýs­ing­ar nauðgun­ar­brots­ins en sýkna af sak­argift­um vegna henn­ar að öðru leyti.

Voru því tald­ar fram komn­ar næg­ar lík­ur fyr­ir því að niðurstaða héraðsdóms um sönn­un­ar­gildi munn­legs framb­urðar fyr­ir dómi kynni að vera röng svo að ein­hverju skipti um úr­slit máls, sbr. 3. mgr. 208. gr. laga um meðferð saka­mála.

Því var hinn áfrýjaði dóm­ur því ómerkt­ur og lagt fyr­ir héraðsdóm að taka málið til meðferðar og dóms­álagn­ing­ar að nýju.

Frétt mbl.is: Áfram í gæsluvarðhaldi eftir misþyrmingar

Frétt mbl.is: Grunaður um að al­var­leg brot gegn sam­býl­is­konu sinni

Frétt mbl.is: Misþyrmdi sam­býl­is­konu sinni

Frétt mbl.is: Áfram gæslu­v­arðhald vegna misþyrm­ing­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert