Fundur með ráðherra kemur til greina

Frá fundi samninganefndar sjómanna.
Frá fundi samninganefndar sjómanna. mbl.is/Golli

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það komi til greina að funda með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á næstunni vegna sjómannadeilunnar.

„Ef hún kallar. Ef við þurfum að gera það þá gerum við það,“ segir Valmundur. Hann segir að sjómenn hafi verið í samskiptum við ráðherra til að láta hann vita af stöðu mála í deilunni.

Valmundur greindi frá því í gær að enginn samningur yrði gerður nema ríkið kæmi til móts við deiluaðila með breytingum á skattkerfinu sem miða af því að fæðispeningar sjómanna verði skattfrjálsir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig meturðu stöðuna núna?

„Hún er hundleiðinleg. Það er bara verkfall og ekkert nema járn í járn í deilunni," segir hann. 

Enginn fundur er fyrirhugaður hjá samninganefnd sjómanna í dag vegna deilunnar en sjómenn höfnuðu móttilboði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert