Íslensk systursaga Drakúlu verður að sjónvarpsþáttum

Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood hefur ákveðið að gera þætti …
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood hefur ákveðið að gera þætti byggða á systursögu Drakúla eftir Bram Stoker, Makt myrkranna. Mbl.is/ Árni Sæberg

Framleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hyggur á gerð sjónvarpsþátta sem byggja á bókinni Makt myrkranna frá 1901 eftir Valdimar Ásmundsson, en hún er lausleg þýðing hans, eða jafnvel endurskrifun á stórvirki Bram Stokers, Drakúla. Þetta kemur fram á Rúv. 

Sigurjón er að vinna að fjármögnun þáttanna sem verða á ensku. 

Írski rithöfundurinn Bram Stoker, til vinstri, og Valdimar Ásmundsson, til …
Írski rithöfundurinn Bram Stoker, til vinstri, og Valdimar Ásmundsson, til hægri. Hvað gerðist í raun og veru þeirra á milli og af hverju er útgáfa Valdimars svona frábrugðin sögu Stokers? Samsett mynd/ Wikipedia

Valdimar breytti ýmsum heitum á sögupersónum Stokers og bætti einnig við köflum með erótískara ívafi en í upprunalegu bókinni.  

Bram Stoker sjálfur skrifaði formálann að bók Valdimars og virðast þeir hafa átt í einhverjum samskiptum, að minnsta kosti bréfleiðis.

Sigurjón talar um í  viðtali á Bylgjunni að út sé komin ný ensk þýðing á Makt myrkranna en sú þýðing er eftir hollenska listfræðinginn Hans de Roos. 

Nýja þýðingin hefur vakið töluverða athygli í  heimspressunni þar sem talað er um „týndu systursögu Drakúla“ sem fundist hafi á Íslandi. 

Umfjölllun New York Times: New Life for Dracula

De Roos er sjálfur með þá kenningu að Bram Stoker hafi mögulega sent Valdimari Ásmundssyni eldri útgáfu sína af sögunni um Drakúla. 

Les má nýtt viðtal við De Roos um þýðingu sína á Makt myrkranna á enska hluta mbl.is, Iceland Monitor hér að neðan. 

Viðtal við Hans de Roos: Dracula's lost Icelandic sister novel

Upprunaleg útgáfa Makt myrkranna frá 1901 eftir Valdimar Ásmundsson. Eintak …
Upprunaleg útgáfa Makt myrkranna frá 1901 eftir Valdimar Ásmundsson. Eintak í einkaeigu. Ljósmynd/ Heiða Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert