Svona munu ný mislæg gatnamót líta út

Svona munu hin nýju gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi líta …
Svona munu hin nýju gatnamót á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi líta út. Mynd/Vegagerðin

Vegagerðin birtir í dag, í nýjasta hefti Framkvæmdafrétta, hvernig ný mislæg gatnamót við vegamót Krýsuvíkurvegs og Reykjanesbrautar munu líta út.

Gert er ráð fyrir að hvort sínu megin við Reykjanesbrautina verði hringtorg, eða öllu heldur hringbogar. Þá felur framkvæmdin í sér nokkra rampa, tengingu vð Hvaleyrarhverfið og Helluhverfið. Að lokum verður reist hljóðmön fyrir norðan Reykjanesbraut í átt að Hvaleyrarhverfi.

Útboðsgögn vegna málsins voru afhent í byrjun mánaðarins og verða tilboð opnuð 21. febrúar. Eins og mbl.is hefur greint frá nemur fjárveiting vegna verkefnisins um 800 milljónum króna og á verkið að vinnast í sumar og ljúka í nóvember á þessu ári.

Magntölur í útboðslýsingu verksins.
Magntölur í útboðslýsingu verksins. Mynd/Vegagerðin

Meðal þess sem framkvæmdin felur í sér er að rífa upp 14 þúsund fermetra af malbiki, koma með 60 þúsund rúmmetra í jarðvegsfyllingar vegna hljóðvarna, malbika 52 þúsund fermetra og leggja 2 þúsund fermetra af gangstígum.

Lesa má nýjasta hefti Framkvæmdafrétt í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert