Allar sjúkraskrárnar fundust

Frá Kópavogshæli.
Frá Kópavogshæli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjúkraskrár allra 48 barnanna af Kópa­vogs­hæli, sem ekki höfðu skilað sér til vistheim­ila­nefnd­ar, eru komnar í leitirnar. Eins og kom fram í gær voru skýrslurnar ekki týndar, heldur reynd­ist tals­vert flókið að finna þær.

Land­spít­ali fékk lista með nöfn­um 48 barna frá vistheim­ila­nefnd í gær þar sem óskað var eft­ir að at­hugað væri hvort ein­hver gögn væru til um þau nöfn. 

Vistheim­ila­nefnd hafði áður óskað eftir gögnum frá Landspítala en hafði ekki nafna­lista yfir þá sem voru vistaðir á Kópa­vogs­hæli. Nafna­list­inn hef­ur orðið til í vinnslu nefnd­ar­inn­ar en þegar leita á að sjúkra­skrám þarf að vera hægt að leita að nafni og fæðing­ar­degi.

Vistheim­ila­nefnd er með 178 nöfn á skrá en ekki er hægt að full­yrða að vist­menn hafi ekki verið fleiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert