Samtímahönnun og fyrsta ríkisstjórnin á frímerki

Frímerki tileinkað fyrstu íslensku ríkisstjórn Íslands var gefið út í …
Frímerki tileinkað fyrstu íslensku ríkisstjórn Íslands var gefið út í dag ásamt sjö öðrum nýjum frímerkjum.

Í dag voru gefin út sjö ný frímerki í fjórum útgáfuröðum hjá Frímerkjasölu Póstsins. Er um að ræða frímerki með mynd af fyrstu ríkisstjórn landsins sem kom saman fyrir 100 árum síða.

Þá er annað frí­merki gefið út vegna 150 ára af­mæl­is Iðnaðarmanna­fé­lags­ins í Reykja­vík og enn eitt til­einkað fyrsta ís­lenska arki­tekt­in­um, Rögn­valdi Á. Ólafs­syni. 

Fjögur ný frímerki í áttundu frímerkjaröðinni um íslenska samtímahönnun voru einnig gefin út í dag og eru þau nú tileinkuð textílhönnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert