Stórt stökk til rafvæðingar flotans

Yutong Strætó.
Yutong Strætó.

Strætó bs hefur nú ákveðið að kaupa níu rafstrætóa frá kínverska rútuframleiðandanum Yutong.

Í fyrra varð framleiðandinn hlutskarpastur í útboði Strætó með fjóra vagna og í útboði í nýliðinni viku bættust fimm vagnar við.

Jóhannes Svavar Rúnarsson, forstjóri Strætó, segir að nú sé lagt mat á hvaða leiðir þessum vögnum verði ekið og þar þurfi meðal annars að taka ákvörðun um uppsetningu þar til gerðra hleðslustöðva.

Fjallað er um rafstrætóa þessa í sérblaði um rafbílamál sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert