Alvara í fata- og skartgripahönnun

Samhentar. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður og Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður í hönnunarstúdíói ...
Samhentar. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður og Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður í hönnunarstúdíói sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður og Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður voru rétt skriðnar úr Listaháskóla Íslands þegar þær sameinuðu krafta sína, stofnuðu hönnunarstúdíó og hófu að hanna silfurskartgripi og fatnað og töskur úr hreindýraskinni.

Bæði vörumerkin, Silfra og USELESS, eru í framleiðsluferli og væntanleg á markað í sumar.

Nafnið á hönnunarstúdíói þeirra Ágústu Sveinsdóttur vöruhönnuðar og Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar er útpælt: ALVARA. „Okkur finnst alltaf hálfhlægileg þegar talað er um að fólk í skapandi greinum eigi frekar að fá sér almennilega vinnu, en sú umræða fer jafnan af stað eftir úthlutun listamannalauna,“ segja þær um pælinguna að baki nafngiftinni. „Svo er okkur líka alvara með að hanna og framleiða umhverfisvæna vöru, alvöruvöru,“ bætir Ágústa við og brosir.

Og úr því að listamannalaun ber á góma má geta þess að þær fengu starfslaun úr Launasjóði hönnuða, samtals í fjóra mánuði í fyrra og þrjá í ár. Auk þess styrki úr Hönnunarsjóði og Austurbrú, uppbyggingasjóði Austurlands. Þær þykja greinilega lofa góðu og hönnun þeirra til þess fallin að verða að alvöru markaðsvöru. Annars vegar USELESS fatnaður og fylgihlutir úr hreindýraskinni og hins vegar skartgripalínan Silfra.

Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.
Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.

Innræting í Listaháskólanum

Báðar eru svo til nýútskrifaðar frá Listaháskóla Íslands, Ágústa árið 2014 og Elísabet 2013. Leiðir þeirra lágu þó ekki saman í skólanum heldur fyrir um tveimur árum í gegnum sameiginlega vini. Þær fundu fljótt að hugmyndir þeirra um hönnun, umhverfisvernd, nýtni og samfélagslega ábyrgð fóru saman.

„Í Listaháskólanum var okkur innrætt að hugsa hvers vegna maður byggi hlutina til, úr hvaða efnum þeir væru og hvaða áhrif þeir hefðu á umhverfið. Með það að leiðarljósi ákváðum við að sameina krafta okkar, stofna þverfaglegt hönnunarstúdíó og fara nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og hönnun.“

Þær segja hugmyndir sínar og hönnun ráðast af efniviðnum, en ekki öfugt. Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og fylgihluti úr ónýttum skinnum felldra hreindýra á æskuslóðum sínum fyrir austan. Hún þekkti vel til og fræddi stöllu sína um að miklu magni hreindýraskinna væri fargað árlega, því þótt kjötið væri nýtt væri lítil hefð fyrir nýtingu afurða þessara aðkomudýra hér á landi. Að vísu væri austfirskt handverksfólk í auknum mæli að reyna að stemma stigu við sóuninni, en engu að síður væri mikið sem ekki nýttist. Ágústa varð mjög áhugasöm, enda fannst henni rök Elísabetar fyrir nýtingu skinnanna býsna sterk út frá umhverfisverndar- og nýtnisjónarmiðum og fleiru. „Fyrst hreindýraveiðar eru á annað borð nauðsynlegar út af umhverfissjónarmiðum,“ segja þær.

Vöruhönnuðurinn Ágústa hafði ekki síður áhuga á að hanna og framleiða föt en fatahönnuðurinn Elísabet. „Upprunalega ætlaði ég í fatahönnun, en þegar ég var í Myndlistaskóla Reykjavíkur kveiktu tveir kennarar, báðir vöruhönnuðir, hjá mér áhuga á vöruhönnun. Mér fannst nýja vöruhönnunardeildin í LHÍ spennandi og bjóða upp á fleiri möguleika en að vinna bara við að hanna föt,“ segir Ágústa.

Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.
Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.

Óhefðbundið silfurskart

Frá því þær komu sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu úti á Granda hafa þær nýtt hverja lausa stund, á kvöldin og um helgar, til að vinna jöfnum höndum að USELESS og Silfru. Enn um sinn hafa þær lifibrauðið af öðrum störfum. „Við útfærðum hugmyndirnar í sameiningu, unnum saman að frumgerðunum eða skiptum með okkur verkum. Elísabet er miklu flinkari að sauma en ég. Á meðan ég skar leðrið eða smíðaði skartið, saumaði hún eða pússaði silfrið. Það var allur gangur á þessu hjá okkur,“ segir Ágústa, sem kunni svolítið fyrir sér í silfursmíðinni eftir tveggja ára nám í gullsmíði.

Hún lumaði á silfurögnum sem þær bræddu og notuðu í frumgerðirnar. Silfru-línan var þeirra fyrsta sameiginlega verkefni og sýnd á Hönnunarmars 2016. „Hugmyndin var að nota óhefðbundna aðferð, búa til grófa, hráa og náttúrulega skartgripi, sem mörgum silfursmiðum þættu ábyggilega ekki fallegir,“ segja þær sposkar á svip og lýsa nánar:

„Við steypum fljótandi silfrið í vatni, en ekki móti eins og yfirleitt er gert. Með þessari aðferð verða formin óútreiknanleg. Lífræn litbrigði myndast á yfirborði silfursins, en í stað þess að pússa þau burt látum við þau ósnert. Með tímanum dökknar silfrið og breytist vegna oxunar. Þannig finnst okkur fegurðin birtast í óvissunni, fullkomnun í ófullkomleikanum. Líkt og náttúran, sífellt á hreyfingu og aldrei kyrr.“

Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.
Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.

Í mörg horn að líta

Þær hafa haft í nógu að snúast undanfarið og í mörg horn að líta því bæði Silfra og USELESS eru í framleiðsluferli. Silfra er væntanleg á markað í vor og USELESS-fatnaður og -töskur í sumar. „Allt þetta vafstur er okkur framandi, við erum svo miklir listamenn í okkur og svo allt í einu þurfum við að vera eins og útsjónarsamir bisnessmenn.“

Innblástur USELESS-línunnar er að þeirra sögn afslöppuð götutíska nútímakvenna sem vilja hafa þægindin í fyrirrúmi. „Við setjum efniviðinn, hreindýraskinnið, í nýtt samhengi þar sem áhrif hversdagslegs íþrótta- og vinnufatnaðar eru áberandi. Markhópurinn er fólk sem hefur áhuga á að ganga í umhverfisvænum og vönduðum flíkum í stað þess endilega að elta alla tískustrauma. Þessi fyrsta lína okkar höfðar þó kannski frekar til yngra fólks, kannski svolítið flippaðs, því fötin eru í svo sterkum litum. Okkur er kappsmál að koma til móts við auknar kröfur samtímans um að hönnunarfyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð í efnisvali og framleiðslu. Markmiðið er að skapa framleiðslumöguleika úr undanafurðum hreindýraveiða með sjálfbærni að leiðarljósi og helst viljum við láta framleiða vörurnar á Íslandi.“

Þær horfa ekki einungis til íslensks markaðar því stefnan er líka að afla viðskiptasambanda erlendis. „Heimurinn er stór og við hugsum stórt,“ segja Ágústa og Elísabet. Og þeim er full alvara.

Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.
Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.

Undanafurðum fargað í miklum mæli

Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 1771-1787 frá Finnmörk í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður- og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi. Þrír fyrstu hóparnir dóu út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hópurinn sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 var sá eini sem dafnaði og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.

Í ár er heimilt að veiða allt að 1.315 hreindýr á þessu ári. Þar af 922 kýr og 393 tarfa. Hreindýrakvóti ársins er ákveðinn af ráðherra að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Þótt handverksfólk hafi í auknum mæli nýtt undanafurðir veiddra dýra segja þær Ágústa og Elísabet litla hefð fyrir nýtingu þeirra og þó nokkru magni fargað. Þær vilja koma í veg fyrir slíka sóun.

www.alvarareykjavik.is

Skærir litir einkenna fyrstu línu Useless vörumerkisins, sem samanstendur af ...
Skærir litir einkenna fyrstu línu Useless vörumerkisins, sem samanstendur af kjólum, buxum, jökkum, töskum og pilsum.
Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og ...
Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og fylgihluti úr ónýttum skinnum felldra hreindýra á æskuslóðum sínum fyrir austan.
Ágústa og Elísabet hafa komið sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu ...
Ágústa og Elísabet hafa komið sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu úti á Granda.

Innlent »

Ruddu tvo og hálfan hringveg

05:30 Snjórinn sem féll á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags og mældist þá 51 sm að dýpt er sá næstmesti sem fallið hefur þar síðan mælingar hófust. Mestur var hann í janúar 1937 og þá mældist dýptin 55 sm. Meira »

Tíu heiðlóur í Sandgerði

05:30 Tíu bústnar heiðlóur í vetrarbúningi voru að fá sér í gogginn í Sandgerði á sunnudaginn var.   Meira »

Erfitt að finna hver ber ábyrgð

05:30 Margir aðilar koma til greina þegar mygluskemmdir verða á fasteignum. Mygla myndast vegna raka en orsakir þess að raki myndast geta verið margar. Meira »

Kynlaus klósett í Háskólanum

05:30 „Í tilefni dagsins ákváðum við að fara nokkrar stelpur inn á karlaklósettið á Háskólatorgi. Það var enginn karlmaður við pissuskálarnar en við sáum að þeim sem voru þar fyrir var dálítið brugðið jafnvel þó þeir hafi eingöngu verið við vaskinn að þvo á sér hendurnar.“ Meira »

Kalt á landinu næstu daga

Í gær, 23:44 Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir norðaustanátt, 8-15 metrum á sekúndu, en 13-18 m/s suðaustan til á landinu. Éljum norðan- og austanlands, en björtu veðri sunnan heiða. Meira »

Gunnar er fundinn

Í gær, 23:18 Gunnar Þorsteinsson, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld, hefur skilað sér heim. Lögreglan þakkar alla veitta aðstoð. Meira »

Söfnuðu 660 þúsund krónum

Í gær, 22:25 Kvennakórinn Katla og Bartónar, karlakór Kaffibarsins, færðu í dag fulltrúum Geðhjálpar og Rauða krossins afrakstur jólatónleika sinna. Upphæðin, um 660 þúsund krónur, rennur til Útmeð'a verkefnisins. Meira »

Hálka og skafrenningur víða

Í gær, 22:32 Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en á Suðurlandi er allvíða nokkur hálka eða snjóþekja. Hálka og skafrenningur er við Ingólfsfjall. Meira »

Ók á ljósastaur og brunahana

Í gær, 22:15 Ekið var á ljósastaur og brunahana á Egilsstöðum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi urðu engin slys á fólki en ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku. Meira »

Lögreglan leitar að Gunnari

Í gær, 22:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Þorsteinssyni. Gunnar, sem er alzheimer-sjúklingur, er klæddur í dökkgráa flíspeysu, gallabuxur og græn stígvél. Meira »

Bjóst við annarri niðurstöðu

Í gær, 21:48 Sú niðurstaða endurupptökunefndar að synja Erlu Bolladóttur um upptöku dóms hennar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom henni í opna skjöldu. Hún sagðist í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld ekki hafa átt von á þeirri niðurstöðu. Meira »

„Það er að skapast neyðarástand“

Í gær, 21:29 Fyrirsjáanlegur kennaraskortur er fyrir höndum samkvæmt nýrri skýrslu frá Ríkisendurskoðun um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar á Íslandi. „Þetta er samfélagslegur vandi sem þarf að bregðast við,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ. Meira »

Hittumst og spilum Zwift á sama neti

Í gær, 21:27 Fyrsta Íslandsmótið í Zwift verður haldið í byrjun næsta mánaðar, þegar hópur hjólreiðamanna kemur saman í húsakynnum CCP og reynir með sér í innanhússhjólreiðum. Erlendur S. Þorsteinsson og Leifur Geir Hafsteinsson eiga heiðurinn af skipulagningu mótsins, sem þeir vona að verði það fyrsta af mörgum. Meira »

Fönnin gleður hunda og menn

Í gær, 19:30 Fannfergið sem herjaði á borgarbúa í gær mátti nýta til margra góðra hluta í bjartviðrinu. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, kvikmyndagerðarmaður var snemma dags á ferli við Hádegismóa til þess að nýta daginn sem best til útiveru áður en haldið var á Edduverðlaunin sem veitt voru í gærkvöldi. Meira »

Tónlistarmæðgur búa saman til bíó

Í gær, 18:30 Eva Ingolf er klassískur fiðluleikari sem byrjaði að spila þegar hún var lítil og lauk seinna meir háskólanámi í fiðluleik. Andrea Kristinsdóttir, sem alltaf er kölluð Andi, byrjaði þriggja ára að læra á fiðlu eins og mamma hennar. Meira »

„Brjálæðislega flottur dagur“ myndasyrpa

Í gær, 20:55 „Það hefur verið svakaleg traffík hjá okkur í dag,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli, í samtali við mbl.is en snjórinn sem kyngdi niður um helgina hefur hleypt auknu lífi í skíðasvæðið í Bláfjöllum. Meira »

Vilja kynnast íslenskum fjölskyldum

Í gær, 18:54 „Þú ferð ekki bara í næsta hús og biður fólk um að fara að hanga með þér. En ég myndi vilja kynnast íslenskri fjölskyldu,“ segir maður sem kom hingað á eigin vegum og sótti um vernd. Rætt er við flóttafólk sem hingað hefur komið í nýrri skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Meira »

„Í dauðafæri“ til að endurskoða kerfið

Í gær, 17:48 Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurnum þingmanna um eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki á Alþingi í dag. Sagði hann mikilvægt að skapa traust bankakerfi á Íslandi. Meira »
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar: 68x85 og 55x113. Smíðum líka eftir máli. Álst...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mex...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ás st...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...