Alvara í fata- og skartgripahönnun

Samhentar. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður og Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður í hönnunarstúdíói ...
Samhentar. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður og Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður í hönnunarstúdíói sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður og Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður voru rétt skriðnar úr Listaháskóla Íslands þegar þær sameinuðu krafta sína, stofnuðu hönnunarstúdíó og hófu að hanna silfurskartgripi og fatnað og töskur úr hreindýraskinni.

Bæði vörumerkin, Silfra og USELESS, eru í framleiðsluferli og væntanleg á markað í sumar.

Nafnið á hönnunarstúdíói þeirra Ágústu Sveinsdóttur vöruhönnuðar og Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar er útpælt: ALVARA. „Okkur finnst alltaf hálfhlægileg þegar talað er um að fólk í skapandi greinum eigi frekar að fá sér almennilega vinnu, en sú umræða fer jafnan af stað eftir úthlutun listamannalauna,“ segja þær um pælinguna að baki nafngiftinni. „Svo er okkur líka alvara með að hanna og framleiða umhverfisvæna vöru, alvöruvöru,“ bætir Ágústa við og brosir.

Og úr því að listamannalaun ber á góma má geta þess að þær fengu starfslaun úr Launasjóði hönnuða, samtals í fjóra mánuði í fyrra og þrjá í ár. Auk þess styrki úr Hönnunarsjóði og Austurbrú, uppbyggingasjóði Austurlands. Þær þykja greinilega lofa góðu og hönnun þeirra til þess fallin að verða að alvöru markaðsvöru. Annars vegar USELESS fatnaður og fylgihlutir úr hreindýraskinni og hins vegar skartgripalínan Silfra.

Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.
Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.

Innræting í Listaháskólanum

Báðar eru svo til nýútskrifaðar frá Listaháskóla Íslands, Ágústa árið 2014 og Elísabet 2013. Leiðir þeirra lágu þó ekki saman í skólanum heldur fyrir um tveimur árum í gegnum sameiginlega vini. Þær fundu fljótt að hugmyndir þeirra um hönnun, umhverfisvernd, nýtni og samfélagslega ábyrgð fóru saman.

„Í Listaháskólanum var okkur innrætt að hugsa hvers vegna maður byggi hlutina til, úr hvaða efnum þeir væru og hvaða áhrif þeir hefðu á umhverfið. Með það að leiðarljósi ákváðum við að sameina krafta okkar, stofna þverfaglegt hönnunarstúdíó og fara nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og hönnun.“

Þær segja hugmyndir sínar og hönnun ráðast af efniviðnum, en ekki öfugt. Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og fylgihluti úr ónýttum skinnum felldra hreindýra á æskuslóðum sínum fyrir austan. Hún þekkti vel til og fræddi stöllu sína um að miklu magni hreindýraskinna væri fargað árlega, því þótt kjötið væri nýtt væri lítil hefð fyrir nýtingu afurða þessara aðkomudýra hér á landi. Að vísu væri austfirskt handverksfólk í auknum mæli að reyna að stemma stigu við sóuninni, en engu að síður væri mikið sem ekki nýttist. Ágústa varð mjög áhugasöm, enda fannst henni rök Elísabetar fyrir nýtingu skinnanna býsna sterk út frá umhverfisverndar- og nýtnisjónarmiðum og fleiru. „Fyrst hreindýraveiðar eru á annað borð nauðsynlegar út af umhverfissjónarmiðum,“ segja þær.

Vöruhönnuðurinn Ágústa hafði ekki síður áhuga á að hanna og framleiða föt en fatahönnuðurinn Elísabet. „Upprunalega ætlaði ég í fatahönnun, en þegar ég var í Myndlistaskóla Reykjavíkur kveiktu tveir kennarar, báðir vöruhönnuðir, hjá mér áhuga á vöruhönnun. Mér fannst nýja vöruhönnunardeildin í LHÍ spennandi og bjóða upp á fleiri möguleika en að vinna bara við að hanna föt,“ segir Ágústa.

Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.
Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.

Óhefðbundið silfurskart

Frá því þær komu sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu úti á Granda hafa þær nýtt hverja lausa stund, á kvöldin og um helgar, til að vinna jöfnum höndum að USELESS og Silfru. Enn um sinn hafa þær lifibrauðið af öðrum störfum. „Við útfærðum hugmyndirnar í sameiningu, unnum saman að frumgerðunum eða skiptum með okkur verkum. Elísabet er miklu flinkari að sauma en ég. Á meðan ég skar leðrið eða smíðaði skartið, saumaði hún eða pússaði silfrið. Það var allur gangur á þessu hjá okkur,“ segir Ágústa, sem kunni svolítið fyrir sér í silfursmíðinni eftir tveggja ára nám í gullsmíði.

Hún lumaði á silfurögnum sem þær bræddu og notuðu í frumgerðirnar. Silfru-línan var þeirra fyrsta sameiginlega verkefni og sýnd á Hönnunarmars 2016. „Hugmyndin var að nota óhefðbundna aðferð, búa til grófa, hráa og náttúrulega skartgripi, sem mörgum silfursmiðum þættu ábyggilega ekki fallegir,“ segja þær sposkar á svip og lýsa nánar:

„Við steypum fljótandi silfrið í vatni, en ekki móti eins og yfirleitt er gert. Með þessari aðferð verða formin óútreiknanleg. Lífræn litbrigði myndast á yfirborði silfursins, en í stað þess að pússa þau burt látum við þau ósnert. Með tímanum dökknar silfrið og breytist vegna oxunar. Þannig finnst okkur fegurðin birtast í óvissunni, fullkomnun í ófullkomleikanum. Líkt og náttúran, sífellt á hreyfingu og aldrei kyrr.“

Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.
Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.

Í mörg horn að líta

Þær hafa haft í nógu að snúast undanfarið og í mörg horn að líta því bæði Silfra og USELESS eru í framleiðsluferli. Silfra er væntanleg á markað í vor og USELESS-fatnaður og -töskur í sumar. „Allt þetta vafstur er okkur framandi, við erum svo miklir listamenn í okkur og svo allt í einu þurfum við að vera eins og útsjónarsamir bisnessmenn.“

Innblástur USELESS-línunnar er að þeirra sögn afslöppuð götutíska nútímakvenna sem vilja hafa þægindin í fyrirrúmi. „Við setjum efniviðinn, hreindýraskinnið, í nýtt samhengi þar sem áhrif hversdagslegs íþrótta- og vinnufatnaðar eru áberandi. Markhópurinn er fólk sem hefur áhuga á að ganga í umhverfisvænum og vönduðum flíkum í stað þess endilega að elta alla tískustrauma. Þessi fyrsta lína okkar höfðar þó kannski frekar til yngra fólks, kannski svolítið flippaðs, því fötin eru í svo sterkum litum. Okkur er kappsmál að koma til móts við auknar kröfur samtímans um að hönnunarfyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð í efnisvali og framleiðslu. Markmiðið er að skapa framleiðslumöguleika úr undanafurðum hreindýraveiða með sjálfbærni að leiðarljósi og helst viljum við láta framleiða vörurnar á Íslandi.“

Þær horfa ekki einungis til íslensks markaðar því stefnan er líka að afla viðskiptasambanda erlendis. „Heimurinn er stór og við hugsum stórt,“ segja Ágústa og Elísabet. Og þeim er full alvara.

Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.
Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.

Undanafurðum fargað í miklum mæli

Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 1771-1787 frá Finnmörk í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður- og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi. Þrír fyrstu hóparnir dóu út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hópurinn sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 var sá eini sem dafnaði og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.

Í ár er heimilt að veiða allt að 1.315 hreindýr á þessu ári. Þar af 922 kýr og 393 tarfa. Hreindýrakvóti ársins er ákveðinn af ráðherra að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Þótt handverksfólk hafi í auknum mæli nýtt undanafurðir veiddra dýra segja þær Ágústa og Elísabet litla hefð fyrir nýtingu þeirra og þó nokkru magni fargað. Þær vilja koma í veg fyrir slíka sóun.

www.alvarareykjavik.is

Skærir litir einkenna fyrstu línu Useless vörumerkisins, sem samanstendur af ...
Skærir litir einkenna fyrstu línu Useless vörumerkisins, sem samanstendur af kjólum, buxum, jökkum, töskum og pilsum.
Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og ...
Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og fylgihluti úr ónýttum skinnum felldra hreindýra á æskuslóðum sínum fyrir austan.
Ágústa og Elísabet hafa komið sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu ...
Ágústa og Elísabet hafa komið sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu úti á Granda.

Innlent »

Prófa repjuolíu á humarveiðiskip

05:30 Skip Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði, Þinganes SF-25, er fyrsta íslenska fiskiskipið sem gengur fyrir olíu sem blönduð hefur verið með íslenskri repjuolíu. Vélar skipsins gengu ágætlega á þessari blöndu. Meira »

Vífilsstaðir ekki fyrstu ábataskiptin

05:30 Ríkissjóður Íslands hefur gert tvo samninga við sveitarfélög með ábataskiptasamkomulagi.   Meira »

Milljarðar í ný borgarhótel

05:30 Hátt í 200 hótelherbergi bætast við á Laugaveginum í þessum mánuði með opnun nýrra hótela. Sú viðbót er líklega án fordæma á svo skömmum tíma í sögu þessarar helstu verslunargötu landsins. Meira »

Alþjóðlega mikilvæg búsvæði fugla hér

Í gær, 22:12 Skýrsla um búsvæði fugla og íslenskar fuglategundir var kynnt á ársfundi Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) í gær. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá NÍ, hélt þar tvö erindi, um mikilvæg fuglasvæði á Íslandi og um Breiðafjörð – alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Meira »

Greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns

Í gær, 21:14 Formaður Neytendasamtakanna, Ólafur Arnarson, greiddi félagsgjöld fyrir 45 manns fyrir þing samtakanna þar sem hann var síðan kjörinn formaður. Hann segir það ekkert leyndarmál að hann hafi smalað á þingið. Hann þvertekur hins vegar fyrir að hafa greitt félagsgjöldin fyrir fólkið úr eigin vasa. Meira »

Stuðningur heima fyrir mikilvægur

Í gær, 20:05 „Þetta var auðvitað stór dagur fyrir NATO þar sem verið var að vígja nýjar höfuðstöðvar bandalagsins hér í Brussel. Það er mjög tilkomumikið að sjá þau tvö minnismerki sem afhjúpuð voru af því tilefni. Annars vegar hluta úr Berlínarmúrnum og hins vegar stálboga úr burðavirki World Trade Center.“ Meira »

Ofninn gangsettur að nýju

Í gær, 18:23 Ljósbogaofn kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík var gangsettur að nýju í gærkvöldi eftir að hafa stöðvast á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Meira »

Jöklarnir þynnast um metra á ári

Í gær, 19:07 Ef fram heldur sem horfir verða jöklar á Íslandi horfnir að öllu leyti eftir 150 til 200 ár, en þeir rýrna nú hraðar en heimildir eru fyrir í Íslandssögunni. Þetta segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Vigdís gengur í Framfarafélagið

Í gær, 18:23 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að taka þátt í starfi Framfarafélagsins, nýs félags Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins, sem formlega verður stofnað á laugardaginn. Meira »

„Dásamleg, kurteis og harðdugleg“

Í gær, 17:34 „Ég hef aldrei tjáð mig um áhöfn Baldurs, nema jú til að hrósa henni. Það hef ég ítrekað gert,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Hann er afar ósáttur við orð Halldórs Jóhannessonar, yfirstýrimanns á Breiðafjarðarferjunni Baldri. Meira »

Ær og lömb krubbuð í krubbur

Í gær, 17:04 Starfið er margt hjá bændum á sauðfjárbúum þar sem sauðburður er víðast langt kominn. Fjárhús eru víða full af nýlega bornum ám sem eru samviskusamlega krubbaðar sundur ein og tvær í krubbu eftir aldri lambanna. Meira »

Costco lækkar olíuverð

Í gær, 16:52 Lítrinn á díselolíu hjá Costco hefur lækkað úr 164,9 krónum niður í 161,9 krónur. Brett Vig­elskas, fram­kvæmda­stjóri Costco á Íslandi, staðfestir að verðið hafi lækkað um þrjár krónur. Meira »

Mikil örtröð í Costco

Í gær, 16:32 Mikil örtröð hefur verið við Costco í Kauptúni í Garðabæ síðan í morgun og ljóst er að fjölmargir hafa nýtt sér þennan frídag til að gera sér ferð í verslunina. Röð viðskiptavina hefur verið inn í verslunina síðan hún opnaði í morgun klukkan tíu. Meira »

Sigmundur fær sömu tækifæri og aðrir

Í gær, 15:35 „Ég er í mjög öflugum lýðræðislegum samvinnuflokki og fæ útrás þar. Ég er hins vegar alveg ánægður með að menn finni hugsjónum sínum einhvern farveg,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Meira »

Fleiri feður fá hámarksgreiðslur

Í gær, 14:36 Árið 2016 fengu 53 prósent þeirra feðra sem tóku fæðingarorlof hámarksgreiðslu úr fæðingarorlofssjóði á meðan aðeins tæp 25 prósent kvenna fengu hámarksgreiðslu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Stórstjarna keppir á Ísland í sumar

Í gær, 15:48 Kanadíski hjólreiðamaðurinn Ryder Hesjedal verður meðal keppenda í Kia-gullhringnum í júlí, en hann sigraði meðal annars Giro D`Italia-keppnina árið 2012, en það er ein af þremur stærstu götuhjólakeppnum hvers árs og er samtals hjólað í 21 dag. Meira »

Fyrsta alþjóðlega salsadanshátíðin

Í gær, 15:06 Alþjóðlega salsadanshátíðin Midnight Sun Salsa hefst í dag en þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin hér á landi.  Meira »

Dapurleg síðustu Síldarævintýri

Í gær, 14:18 „Undanfarin ár hefur verið mjög dræm mæting á þessa hátíð. Það hefur verið ansi dapurt og veðrið kannski sett strik í reikninginn,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, um Síldarævintýri á Siglufirði sem haldið hefur verið árlega síðan 1991. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Whirlpool þvottavél til sölu
Til sölu Whirlpool þvottavél tekur 6 kíló 1400 snúninga stjórnborð á íslensku. V...
Hyundai i30
Til sölu Hyundai i30 árg. 2014, diesel, beinskiptur með álfelgum. Ekinn 37.500...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Deiliskupulag
Tilkynningar
Samþykkt breyting deiliskipulag...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...