Alvara í fata- og skartgripahönnun

Samhentar. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður og Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður í hönnunarstúdíói ...
Samhentar. Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður og Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður í hönnunarstúdíói sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ágústa Sveinsdóttir vöruhönnuður og Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður voru rétt skriðnar úr Listaháskóla Íslands þegar þær sameinuðu krafta sína, stofnuðu hönnunarstúdíó og hófu að hanna silfurskartgripi og fatnað og töskur úr hreindýraskinni.

Bæði vörumerkin, Silfra og USELESS, eru í framleiðsluferli og væntanleg á markað í sumar.

Nafnið á hönnunarstúdíói þeirra Ágústu Sveinsdóttur vöruhönnuðar og Elísabetar Karlsdóttur fatahönnuðar er útpælt: ALVARA. „Okkur finnst alltaf hálfhlægileg þegar talað er um að fólk í skapandi greinum eigi frekar að fá sér almennilega vinnu, en sú umræða fer jafnan af stað eftir úthlutun listamannalauna,“ segja þær um pælinguna að baki nafngiftinni. „Svo er okkur líka alvara með að hanna og framleiða umhverfisvæna vöru, alvöruvöru,“ bætir Ágústa við og brosir.

Og úr því að listamannalaun ber á góma má geta þess að þær fengu starfslaun úr Launasjóði hönnuða, samtals í fjóra mánuði í fyrra og þrjá í ár. Auk þess styrki úr Hönnunarsjóði og Austurbrú, uppbyggingasjóði Austurlands. Þær þykja greinilega lofa góðu og hönnun þeirra til þess fallin að verða að alvöru markaðsvöru. Annars vegar USELESS fatnaður og fylgihlutir úr hreindýraskinni og hins vegar skartgripalínan Silfra.

Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.
Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.

Innræting í Listaháskólanum

Báðar eru svo til nýútskrifaðar frá Listaháskóla Íslands, Ágústa árið 2014 og Elísabet 2013. Leiðir þeirra lágu þó ekki saman í skólanum heldur fyrir um tveimur árum í gegnum sameiginlega vini. Þær fundu fljótt að hugmyndir þeirra um hönnun, umhverfisvernd, nýtni og samfélagslega ábyrgð fóru saman.

„Í Listaháskólanum var okkur innrætt að hugsa hvers vegna maður byggi hlutina til, úr hvaða efnum þeir væru og hvaða áhrif þeir hefðu á umhverfið. Með það að leiðarljósi ákváðum við að sameina krafta okkar, stofna þverfaglegt hönnunarstúdíó og fara nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og hönnun.“

Þær segja hugmyndir sínar og hönnun ráðast af efniviðnum, en ekki öfugt. Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og fylgihluti úr ónýttum skinnum felldra hreindýra á æskuslóðum sínum fyrir austan. Hún þekkti vel til og fræddi stöllu sína um að miklu magni hreindýraskinna væri fargað árlega, því þótt kjötið væri nýtt væri lítil hefð fyrir nýtingu afurða þessara aðkomudýra hér á landi. Að vísu væri austfirskt handverksfólk í auknum mæli að reyna að stemma stigu við sóuninni, en engu að síður væri mikið sem ekki nýttist. Ágústa varð mjög áhugasöm, enda fannst henni rök Elísabetar fyrir nýtingu skinnanna býsna sterk út frá umhverfisverndar- og nýtnisjónarmiðum og fleiru. „Fyrst hreindýraveiðar eru á annað borð nauðsynlegar út af umhverfissjónarmiðum,“ segja þær.

Vöruhönnuðurinn Ágústa hafði ekki síður áhuga á að hanna og framleiða föt en fatahönnuðurinn Elísabet. „Upprunalega ætlaði ég í fatahönnun, en þegar ég var í Myndlistaskóla Reykjavíkur kveiktu tveir kennarar, báðir vöruhönnuðir, hjá mér áhuga á vöruhönnun. Mér fannst nýja vöruhönnunardeildin í LHÍ spennandi og bjóða upp á fleiri möguleika en að vinna bara við að hanna föt,“ segir Ágústa.

Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.
Lífræn litbrigði silfursins eru látin halda sér í grófum skartgripum.

Óhefðbundið silfurskart

Frá því þær komu sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu úti á Granda hafa þær nýtt hverja lausa stund, á kvöldin og um helgar, til að vinna jöfnum höndum að USELESS og Silfru. Enn um sinn hafa þær lifibrauðið af öðrum störfum. „Við útfærðum hugmyndirnar í sameiningu, unnum saman að frumgerðunum eða skiptum með okkur verkum. Elísabet er miklu flinkari að sauma en ég. Á meðan ég skar leðrið eða smíðaði skartið, saumaði hún eða pússaði silfrið. Það var allur gangur á þessu hjá okkur,“ segir Ágústa, sem kunni svolítið fyrir sér í silfursmíðinni eftir tveggja ára nám í gullsmíði.

Hún lumaði á silfurögnum sem þær bræddu og notuðu í frumgerðirnar. Silfru-línan var þeirra fyrsta sameiginlega verkefni og sýnd á Hönnunarmars 2016. „Hugmyndin var að nota óhefðbundna aðferð, búa til grófa, hráa og náttúrulega skartgripi, sem mörgum silfursmiðum þættu ábyggilega ekki fallegir,“ segja þær sposkar á svip og lýsa nánar:

„Við steypum fljótandi silfrið í vatni, en ekki móti eins og yfirleitt er gert. Með þessari aðferð verða formin óútreiknanleg. Lífræn litbrigði myndast á yfirborði silfursins, en í stað þess að pússa þau burt látum við þau ósnert. Með tímanum dökknar silfrið og breytist vegna oxunar. Þannig finnst okkur fegurðin birtast í óvissunni, fullkomnun í ófullkomleikanum. Líkt og náttúran, sífellt á hreyfingu og aldrei kyrr.“

Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.
Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.

Í mörg horn að líta

Þær hafa haft í nógu að snúast undanfarið og í mörg horn að líta því bæði Silfra og USELESS eru í framleiðsluferli. Silfra er væntanleg á markað í vor og USELESS-fatnaður og -töskur í sumar. „Allt þetta vafstur er okkur framandi, við erum svo miklir listamenn í okkur og svo allt í einu þurfum við að vera eins og útsjónarsamir bisnessmenn.“

Innblástur USELESS-línunnar er að þeirra sögn afslöppuð götutíska nútímakvenna sem vilja hafa þægindin í fyrirrúmi. „Við setjum efniviðinn, hreindýraskinnið, í nýtt samhengi þar sem áhrif hversdagslegs íþrótta- og vinnufatnaðar eru áberandi. Markhópurinn er fólk sem hefur áhuga á að ganga í umhverfisvænum og vönduðum flíkum í stað þess endilega að elta alla tískustrauma. Þessi fyrsta lína okkar höfðar þó kannski frekar til yngra fólks, kannski svolítið flippaðs, því fötin eru í svo sterkum litum. Okkur er kappsmál að koma til móts við auknar kröfur samtímans um að hönnunarfyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð í efnisvali og framleiðslu. Markmiðið er að skapa framleiðslumöguleika úr undanafurðum hreindýraveiða með sjálfbærni að leiðarljósi og helst viljum við láta framleiða vörurnar á Íslandi.“

Þær horfa ekki einungis til íslensks markaðar því stefnan er líka að afla viðskiptasambanda erlendis. „Heimurinn er stór og við hugsum stórt,“ segja Ágústa og Elísabet. Og þeim er full alvara.

Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.
Leðurjakkar. Kósar frá Seglagerðinni Ægi prýða sumar flíkurnar.

Undanafurðum fargað í miklum mæli

Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 1771-1787 frá Finnmörk í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður- og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi. Þrír fyrstu hóparnir dóu út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hópurinn sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 var sá eini sem dafnaði og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.

Í ár er heimilt að veiða allt að 1.315 hreindýr á þessu ári. Þar af 922 kýr og 393 tarfa. Hreindýrakvóti ársins er ákveðinn af ráðherra að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Þótt handverksfólk hafi í auknum mæli nýtt undanafurðir veiddra dýra segja þær Ágústa og Elísabet litla hefð fyrir nýtingu þeirra og þó nokkru magni fargað. Þær vilja koma í veg fyrir slíka sóun.

www.alvarareykjavik.is

Skærir litir einkenna fyrstu línu Useless vörumerkisins, sem samanstendur af ...
Skærir litir einkenna fyrstu línu Useless vörumerkisins, sem samanstendur af kjólum, buxum, jökkum, töskum og pilsum.
Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og ...
Elísabetu fannst strax blasa við að þær hönnuðu fatnað og fylgihluti úr ónýttum skinnum felldra hreindýra á æskuslóðum sínum fyrir austan.
Ágústa og Elísabet hafa komið sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu ...
Ágústa og Elísabet hafa komið sér fyrir í hönnunarstúdíói sínu úti á Granda.

Innlent »

Akureyringar vilja í efstu sætin

07:37 Jóhannes G. Bjarnason, íþróttakennari og fv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, útilokar ekki að bjóða sig fram á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Meira »

Úrhelli spáð næstu daga

06:49 Suðaustanáttir og vætutíð í kortunum að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands og má reikna með úrhelli á suðaustanverðu landinu frá og með morgundeginum. Hiti verður þó með skárra móti og ekki að sjá að kólni neitt í bili. Meira »

Ragnar Stefán hættur í Framsókn

06:06 Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum.  Meira »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...