Áreittu og hótuðu ferðamönnum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður í mjög annarlegu ástandi veittist að erlendum ferðamanni á BSÍ um hálf sjö leytið í gær. Tók maðurinn tösku ferðamannsins og neitaði að skila henni nema gegn gjaldi.

Þegar ferðamaðurinn neitaði að verða við þeirri ósk tók maðurinn  utan um höfuð ferðamannsins og hrinti honum harkalega í jörðina.

Að sögn lögreglu var ástand mannsins þannig að hann gerði sér ekki grein fyrir athæfi sínu og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar í tengslum við rannsókn málsins.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni var ekki með sjáanlega áverka  en honum var illt í höfðinu og því ringlaður að sögn lögreglu.

Ölvaður maður var handtekinn á bar í miðborginni um níu leytið í gærkvöldi fyrir að áreita og hóta erlendum ferðamönnum. Maðurinn vildi að ferðamennirnir keyptu handa honum áfenga drykki.  Hann var handtekinn og er vistaður í fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að ræða við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert