Autt á láglendi

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir eru greiðfærir á Suðurlandi. Hálkublettir eða hálka er á fáeinum fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norður- og Austurlandi er víðast autt á láglendi eða aðeins í hálkublettum en öllu meiri hálka á heiðum og hálsum. Greiðfært er á Suðausturlandi, segir á vef Vegagerðarinnar.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur víða þurft að fella viðauka 1 úr gildi og takmarka ásþunga við 10 tonn. Vegagerðin beinir þeim tilmælum til flutningsfyrirtækja að kanna ástand á þeim vegum sem fara á um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert