Hvað þýðir það að vera Íslendingur og er hægt að hætta að vera Íslendingur?

Íslendingar stóðu þétt að baki knattspyrnulandsliðinu á EM í fyrrasumar. …
Íslendingar stóðu þétt að baki knattspyrnulandsliðinu á EM í fyrrasumar. En hverjir eru Íslendingar, spurði Friðrik Skúlason í erindi sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað þýðir það að vera Íslendingur og er hægt að hætta að vera Íslendingur? Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur leitaði svara við þessum spurningum í erindi sem hann flutti í Bókasafni Kópavogs síðdegis í gær.

Þar sagði Friðrik að á öldum áður hefði þjóðernisvitund ekki verið til hér á landi. Að vera Íslendingur hefði verið skilgreining á búsetu en ekki þjóðerni. Upp úr miðri 19. öld varð síðan ákveðin þjóðernisvakning. „Íslendingar fóru að líta á sig sem Íslendinga,“ sagði Friðrik.

Á 20. öldinni hefði síðan margt breyst. „Þá fer að fjölga fyrir alvöru fólki sem flytur hingað. Það kom ekki bara fólk úr næstu löndum, heldur alls staðar að úr heiminum,“ sagði Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert