Skíðasvæði lokuð vegna snjóleysis

Skíðasvæðið í Oddsskarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar hefur verið lokað …
Skíðasvæðið í Oddsskarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar hefur verið lokað vegna snjóleysis. Ljósmynd/Marvin Ómarsson

Veðurblíðan að undanförnu hefur haft sína galla og kosti. Á meðan kylfingar leika við hvern sinn fingur víða um land situr skíðafólk og horfir á snjólausar brekkurnar.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir ánægjulegt að þurfa hvorki að eyða peningum í snjómokstur né sanddreifingu en að sama skapi sé bagalegt að horfa á eitt fallegasta skíðasvæði landsins mannlaust vegna snjóleysis. „Það væri best að hafa snjólaust í byggð og snjó í fjöllum en ekki verður á allt kosið,“ segir hann.

Bæjarstjórinn minnir á að enn sé febrúar aðeins hálfnaður og mikið eftir af vetrinum auk þess sem allra veðra sé von síðustu mánuði ársins. Því sé of snemmt að fagna sparnaði. „Ég er hóflega bjartsýnn á framhaldið,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert