Telja Ísland á rangri braut

Meirihluti Íslendinga telur þróun mála á Íslandi almennt séð vera á rangri leið samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 54,3% þróunina vera á rangri leið en 45,7% sögðu hana vera á réttri leið.

Meirihluti þeirra sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, eða 51%, telja hlutina vera á rangri braut samanborið við 61% íbúa landsbyggðarinnar. Stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru líklegri en stuðningsmenn annarra flokka til að telja hlutina vera að þróast í rétta átt.

Mikill meirihluti þeirra sem kváðust hafa áhyggjur af spillingu í fjármálum og/eða stjórnmálum, eða 68%, telja hlutina hér á landi almennt séð vera á rangri braut. Mikill meirihluti þeirra sem hafa áhyggjur af glæpum og ofbeldi, eða 80%, telja hins vegar hlutina vera að þróast í rétta átt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert