Víða eru vannýttar holur

Víða eru vannýttar holur.
Víða eru vannýttar holur.

Víða er unnt að auka nýtingu hverasvæða með því að bæta raforkuframleiðslu við. Það ætti ekki að skerða möguleika hitaveitnanna sem fyrir eru. Á mörgum þessara staða er orkuvinnslugeta svæðanna ekki fullnýtt og gufan eða vatnið fer til spillis.

Þetta kom fram í erindi Björns Más Sveinbjörnssonar, tæknifræðings hjá Íslenskum orkurannsóknum, sem hann flutti á málstofu Orkustofnunar í fyrradag í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar.

Þar sagði Björn að unnt væri að framleiða allt að 45 MW af raforku úr borholum á 29 hverasvæðum sem nú eru eingöngu nýtt að hluta til og þá eingöngu til húshitunar. Raforkuframleiðsla í slíkum smávirkjunum gæti verið lausn á þeim orkuskorti sem Orkustofnun telur að gæti orðið á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert